Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 3
SKINFAXI 5i Félög og félagsdygðír. (Brot úr erindi.) Félög myndast af einstaklingum. Ein- staklingarnir mynda allir í sameiningu einskonar heild — heild sem á traust sitt í hverjum félagsmanni. Hver félags- maður er sem hlekkur í hnitaðri keðju. Sé einn hlekkurinn veill, þá er félags- heildin óstyrk. Félag er oftast látið þýða það eða þá, sem leggja fé saman í einhverjum tilgangi, en það á víðtækari merkingu. Orðið félag er þýðing, eða að minsta kosti hliðstætt orðinu „C o m p a n y“, sem er af latneskum rótum og þýðir upphaflega þá, sem brjóta brauð sam- an. íslenzkan á gamalt orð sömu merk- ingar — orðið m ö t u n a u t u r. — það var siður í fornöld, þá er menn sigldu milii landa, að tveir og tveir lögðu sam- an útgerð sína eða ferðanesti og mötuð- ust saman. þeir voru kallaðir mötunaut- ar. það var þeirra félagsheiti. — þannig kemur félagsskapurinn, að fornu og nýju, fram í ýmsum myndum. Ýmist eru félagsmenn fáir eða margir, en alt af þarf þó tvo til þess, að félagshugtak- ið komist að. Hversu mikið fé sem e i n n leggur saman ár eftir ár, heitir hans starfsemi aldrei félag'. það sýnir, að merkingin er ekki þreifanleg. pað tengir fleira góða félaga en fégjöldin ein. Fé- lagsheillin fara heldur ekki ætíð eftir félagatölu eða fjárhæðum, því að það eru félagsdygðirnar en ekki fjárhæðirn- ar, sem treysta félagsskapinn. Páll postuli segir, að maðurinn geti verið hlaðinn vitsmunum, auðæfum og mörgum mannlegum kostum, og verið þó sem „hljómandi málmur og hvellandi bjalla“, vanti hann kærleikann. Sama má um félagsskapinn segja. Hann er sem feyskin tré og fúnir raftar, vanti hann þær greinir kærleikans, sem kalla má félagsdygðir. — þær dygðir, að miða ekki alt við sjálfan sig, og líta ekki livern þann blómknapp hornauga, sem vex á annarra stofni. — Geta unt ná- unganum gæfu og gengis og leita þess með honum. — þetta er mörgum erfitt, en þetta þyrfti hver félagsmaður að temja sér, hverju nafni sem félagið hans nefnist. Flest félög leggja ýmsar skyldur á herðar félögum sínum. Að rækja skyld- ur sínar við félagið er bezti kostur hvers félagsmanns. Skyldur þær, sem þjóðfé- lögin leggj a á sína félaga, eru kölluð lög. Að rækja þær skyldur nefnist lög- h 1 ý ð n i. Allir kunna að nefna þetta orð, en miklu færri að lifa eftir því. Einn aðal löstur einstaklinga og þjóða er sá, að meta of lítils sett lög og reglur. Marg- ir eiga erfitt með að beygja sig undir þau lög, sem ekki eru að einhverju leyti runnin undan þeirra eigin rifjum. Finst alt ófrelsi, sem fer í bága við þeirra eigin langanir og fýsnir. þeir kalla þetta frelsisskoðanir, en lögin ófrelsi. Slíkum frelsispostulum hættir oft við að kalla taumlaust sjálfræði f r e 1 s i, en gæta þess ekki, að það get- ur verið hið mesta ófrelsi. Illar hvatir geta þar haft stjórnartaumana og þá er maðurinn ekki frjáls. Benjamín Franldín segir: „pið kvart- ið undan þeim gjöldum og skyldum, sem þjóðfélögin leggja á ykkur, en gætið þess ekki, að ó d y g ð i r n a r, 1 e t i og óhófssemi, leggja á ykkur marg- falt þyngri gjöld. Ljettið þeim gjöldum af ykkur, þá verða ykkur hin ljettbær". í þessu sambandi vil eg minnast á það, sem mestum deilum veldur nú, og það eru: bannlögin. Mörgum finst þau leggja óþolandi höft á frelsi einstakl- ingsins. Um þetta er mikið rætt og rit- að. En minnast þeir þess, sem um þetta rita, að einmitt þ a ð, sem bannlögin úti- loka, leggur margfalt meiri höft á suma einstaklinga þjóðarinnar en öll landsins

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.