Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 8
56 SKINFAXI að gruna, að fjárhagsstefna þjóðarinnar muni vera „norður og niður“. En jafnframt því sem fjárhagur þjóðarinnar hefir komist á ringulreið, hafa einnig orðið gárótt straumköst á sviði stjórnmála og trúmála. Nýjar stefnur hafa brent sig inn í hugi manna og knúð stéttir og flokka til andstæðra atlaga. Gneistaflugið leiftrar um land alt af sverðseggjum andstæðra brautryðjenda. það er sízt að furða, þó mörgum verðí á að spyrja: Er ekki þjóð vor að sökkva dýpra og dýpra niður í foræði sundur- lyndis og flokkadrátta ? Stefnir ekki alt „norður og niður“ ? Eru þessar andstæð- ur nauðsynlegar? Geta þær orðið væn- legar til sigurs? Flestir munu svara: Lífið er ekkert annað en andstæður, og án þeirra getur ekkert líf þrifist. En — eru ekki innbyrðis hólmgöngur óþarfar og beinlínis skaðlegar, þeim sem eru umkringdir árásum utan að komandi andstæða ? Er ekki nauðsynlegt að reyna að taka í taumana — sameina kraftana? Finna ekki ungmennafélögin brennandi hvöt hjá sér til þess að tryggja landi sínu hugheila, starfandi þjóð, sem byggi framtíð sína á sannkristilegum grund- velli ? Getur það ekki verið að miklu leyti á valdi þeirra að breyta stefnunni suður og upp, mót sól og vori ? Á. D. Æfisagan. Æfisögu Guðm. Hjaltasonar er verið að prenta. Verður' hún send hið fyrsta, með póstkröfu, til áskrifenda út um land. Er þess vænst, að póstkröfurnar verði innleystar hið bráðasta eftir að menn fá tilkynninguna. Menn hafi það hugfast, að ágóðinn af sölu bókarinnar rennur til ekkju höfundarins. Má heita að æfisagan og fyrirlestrarnir séu eini arfurinn, sem höfundurinn lét eftir sig handa ekkjunni. Og er undir sölu bókar- innar komið, hve mikið ekkjunni verð- ur úr honum. Ekki verður ákveðið verð bókarinnar fyr en hún er komin út og séð er, hver útgáfukostnaðurinn verður. G. D. Góðar fréttir. Magnús Stefánsson og Guðrún Björnsdóttir taka sæti í stjórn U. M. F. 1. Gera þau það fyrir áskoranir, sem þeim hafa borist. Borgið blaðið. Árnesingar og Rangvellingar eru beðnir að borga Skinfaxa til Sigurðar Greipssonar á Torfastöðum, form. Hér- aðssamb. „Skarphéðinn“. Afgreiðsla. M u n i ð að afgreiðsla Skinfaxa er í Bergstaðastræti 51, Skrifið þangað. Ég vil heim þegar vorar. N ú vil eg heim þegar vorar og vellirnir grænka á ný, er lömbin í liögum sér leika og lóurnar kveða við ský. Nú vil eg heim þegar vorar, það vermir huga minn, áttundi tekur enda útlegðar veturinn. . Nú vil eg heim þegar vorar, eg veit að mín bíða þar: örendar æskuvonir og andsk. þúfurnar. A. G. E. Prentsm. Acta h.f. — 1923

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.