Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1923, Blaðsíða 4
52 S I< I N F A X I S kinfa xi Útgefanclí: Samb. Ungmennafél. Islands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin- faxi Reykjavík Pósthólf 516. lög í heild sinni. — Hversu margir eru það ekki, sem nauðugir beygja sig und- ir áhrif „Bakkusar“? Hann fylgir sjálf- ur fram lögum sínum. Framkvæmdar- valdið er falið í æðum hans. Eg get því aldrei kallað þá frelsispostula, sem berj- ast fyrir hans málefni. -— Ef bannlaga- stefnan leiðir af sér ófrelsi, þá leiðir hin stefnan af sér ófrelsi í annari hættulegri mynd. Og mér finst 'það mannlegra að beygja sig undir landslögin, heldur en brjóta þau, og taka um leið á sig her- fjötur nautnanna, sem eru öllum lögum svæsnari. En snúum oss aftur að félagsstarf- seminni. Löghlýðnin er auðvitað einh öflugur þáttur hennar, en ekki einhlít- ur. — Lífakkeri félagsskaparins og fé- lagsstarfseminnar er andi samúðar og sjálfsfórnar, ásamt félagshvötinni, sem hver maður hefir meira og minna af. Allir menn, bæði ungir og gamlir, eiga sér félagslöngun í einhverri mynd. All- ir þrá samfundi, þar sém hugur mætir hug á hálfnaðri leið, orði er svarað orði og hönd snertir hendi. — Einveran er lamandi — félagslíf er styrkjandi. þau eru sönn þessi gömlu vísuorð: „Ungr vask forðum, fór’k einn saman, þá varðk villur vegar, auðugr þóttumk, es ek annan fann, maðr es manns gaman“. Dr. Helgi Péturss segir í ritum sín- um: „Fáið mér nokkra skynsama menn, sem treysta mér ótakmarkað, og eg skal afkasta hverju sem þið segið mér“. þótt þarna sé ef til vill full djúpt í difið ár- inni, þá er þetta þó leyndardómur fé- lagsstarfseminnar. Traustið er undra- máttur, sem fáir hafa enn athugað til fulls. Treystum hver öðrum, þá styrkjum við hver annan. — Traustið hefur hvern mann upp í annað veldi, en traust- leysið dregur úr dug og lamar starfs- krafta. Stefán Jónsson. Veganesti. pað ætti að vera öllum ljóst, bæði af afspurn og eigin reynslu, að líðandi stundin er það eina, sem hægt er að nota að fullu. Enginn stígur aftur þau spor, sem gengin eru, og framtíðin er að mestu hulin móðu óvissunnar. Hinsvegar er það. eðlileg afleiðing orsakanna, að framtíð skal að nokkru á fortíð byggj- ast. þess vegna erum við alt af að spá og spyrja, þrá og vona. Við semjum okkur áætlanir og öflum okkur veganest- is með ýmsum hætti. Öll höfum við lesið sögur um unga menn, sem voru að leggja af stað út í lífið og æfintýrin. Og misjafnt var vega- nestið þeirra. Sumir voru útbúnir með skip og hinu fríðasta föruneyti, en sum- ir fóru með tvær hendur tómar. Oft var það, að móðir þeirra fylgdi þeim úr hlaði. Hún fékk þeim þá stundum ein- hvern menjagrip, sem þeir áttu að bera og hljóta gæfu af, ef þeir notuðu hann rétt. Stundum geymdu þeir vel þessa menjagripi og fylgdu ráðum gefandans, en stundum glötuðu þeir þeim — vilj- andi eða óviljandi — og glötuðu gæfunni um leið, og ólánið nísti þá í heljargreip- um sínum. þetta er gamla sagan, sem alt af verður ný. Enginn maður er vax-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.