Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.11.1923, Blaðsíða 5
S KIN F A X I 69 notagildið, því má aldrei gleyma. Enn- fremur þnrfa ungmennafélögin að gangast fyrir því að prjónavélar, spuna- vélar og vefstólar séu til í hverri sveit og ráðnir menn, sem kunna að nota þessi verkfæri. )?að ætti að vera auð- velt fyrir. hvert heimili að segja til þess á haustin hvernig og hve mikið þau vildu nota tóvinnumenn og verkfæri þeirra á komandi vetri. Eftir þessu mætti semja áætlun um hvemig liaga skyldi vinnubrögðuin og meta kostnað þann, sem af þeim leiddi. Ungmennafélögin mega aldrei gleyma því að þau hafa mikið hlutverk að vinna. pau þurfa að kenna allri þjóðinni — hverjum einasta íslending að ganga í innlendum klæðum. pau fara okkur best, endast iengur og eru ódýrari en bómullin og hörinn, sem við kaupum með ránverði. Hvenær verður sú þjóð efnalega sjálf- stæð, sem ekki kann að klæða sig? pað verður hún áreiðanlega aldrei. G. B. Uppruni lífsins- (Niðurl). Rannsóknir yngri vísindamanna. Árið 1866 kemur þýskur visindamað- ur, Ernst Háckcl fram á sjón.arsviðið með þá kenniiigu, að fyrsta uppruni allra lifandi vera sé að finna í þeim kvoðu kendu myndunum, sem fundust nyrst í Atlantshafinu árið 1857. pær voru fisk- aðar Upp af 4000 metra dýpi. Nokkrir álitu, að þarna væri ný sjálfstæð lífsvera komin fram á sjónarsviðið. Englending- urinn Th. Huxley nefnir það Báthybins Háckelii. Aðrir, sem seinna gerðu tilraun til að rannsaka þessar myndanir, hjeldu það vera brennisteinssúrt k,alk sem fyr- ir áhrif vínanda cr fráskilið öðrum sölt- uni sjávarins. Háckel skýrir frá þvi, að á fyrsta myndunartímabili jarðarinnar hafi lífvera þessi myndast eins og sam- felt frymi (homogen protoplasma) af flókaefni. Stig af stigi áttu svo liinar æðri lífverur að véra þroskaðar og fædd- ar af þessu fyrsfa frymi sem Háckel nefnir „Monerer“. Líkri skoðun hefir svissneskur grasa- i rá'ðingur haldið fram, án þess þó að hafa nákvæmar rannsóknir að styðjast við. Lifeðlisfræðingurinn E. F. W. Pfluger sem gaf út timaritið „Archiv fur Physio- logie“ ritar meðal annars: Við efna- grcining af eggjahvítusamhöndunum, sem fiuuast í fryminu i öllum sellum jurta og dýra, og þvagsýru, þvagsalti og „Kreatin“ (efnasamband, sem finst í horni) finst alt af samband tveggja frumefna, kolefnis og köfnunarefnis, er kallast Cyan (CN). Efnasamband þetta myndar eins kon- ar kjarna, sem aðrar efniseindir leggja sig utan á eftir föstum reglum. Cyan getur myndast fyrir áhrjf mikils hita af hinum tveim frumefnum, svo eðlis- ástand jarðar á þeim tíma, er liún var glóandi, varnar ekki myndun þess. Skoðun Plúgers er, eftir því sem hægt er að komast næst af orðum lians, sú, að eldurinn sé sú lifæð, sem lífið í öll- um þess undramyndum streymdi frá, Hann álitur, að þess konar lífmyndun hafi aðeins átt sér stað á fyrstu tima- bilunum í myndun jarðarinnar. Lífeðlis- fræðingurinn Leo Errera hefir haldið líkri skoðun fram; hann segir, að slílc lífmyndun eigi sór stað á öllum timum enn þá þann dag í dag, séu aðeins þau skilyrði fyrir hendi, sem hún krefur. Hann gefur einnig í skyn, að það sé ekki óhugsandi, að í framtíðinni verði hægt að finna leið til að sameina frumefnin á þann liátt, að hið myndaða efnasam- band hafi í sér fólgna eiginleika þá, sem eru sérkenni lífveranny.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.