Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.01.1924, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI SKINFAXl Últ/efandi: Samb. Ungmennafél. íslands 12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritsjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin faxi Reykjavík Pósthólf 510. Um íþróttir. m. Án tilhlaups verður lítið úr stökki. —- Markmið niðjanna á að vera ]>að, alð komast fram fyrir spor feðranna, en láta sér ekki nægja að snerta hæl- spor þeirra með tám sínum. Tilhlaupið l’æst mcð því að gagnrýna fortdðina, leita orsaka og afleiðinga, og stikla á gömlum staðrcyndum. J?að er auðsætt á því sem að framan cr skráð, að bylgjuhreyfing íþróttalífs- ins er að mestu leyti háð öðrum lilið- stæðum menningarstraumum. Ljósast sést það á dæmi Forn-Grikkja, hversu vel andlegir og líkamlegir yl'irburðir haldast í hendur. peir þroskuðust sam- hliða að afli og speki, handleikni og hug- leikni, fræknleik og frjálslyndi. Skiln- ingur þeirra á gildi atgerfismannsins hóf þá stig af stigi, uns þcir stóðu öll- um öðrum þjóðum hærra á sigurbraut inenningarinnar. Saga þeirra hefir veri'ð og verður ótæmandi Mímisbrunnur allra kynslóða veraldarinnar. peim tókst að skapa „hrausta sál í hraustum líkama“, og hafa því ósannað það, sem lialdið hefir verið fram af mörgum — jafnvel merkum mönnunx —, að afburða í- þróttamenn væru tíðast öðrum snauð- ari að andlegum hæfileikum. Fæstum blandast nú orðið hugur um nauðsyn íþróttanna, og flcstar þjóðir keppa að því takmarki, að gera þær þjóðlegar og sem allra almennastar. Nokkrir íþróttakappar vorra tíma — jafnvel meðal Islendinga — hafa vafa- laust stigið feti framar en feður þeirra i ýmsum greinum íþróttanna. Hitt er jafnvíst, að þeir standa þeim langt að baki í mörgum þeirra. pað eitt nægir heklur eklci, að eign- ast fáeina beinserki ,stálvöðvum stælta4. Hitt á að vera takmarkið, að hver ein- asti einstáklingur verði þátttaki iþrótta- starfseminnar, a. m. k. á þroskaaldrinr um. ]>að er samkvæmt stefnuskrá U. M. F. S. og Skinfaxi mun ávalt vaka yfir því marki méð' hvatningarorðum til æskulýðsins. Sigurvænlegasta ráðið lilýtur æfin- lega að vera það, að breinsa og um- skapa aldarandann, knýja fram meiri og almennari virðingu fyrir líkams- mentun, reglusemi og yfir höfuð heil- brigðu Hferni. „Traustir skulu horn- steinar hárra sala“. Og síst skulu þeir á sandi steyptir. pess vegna verður að rýma frá þeim öllu því, sem til óheilla stefnir — öllu, sem rænir fé og tíma frá heilbrig'ðu líferni og myrðir sóma- tilfinningu einstaklingsins. Flestum mergsugum er hægt að sópa burt af limum þjóðarinnar með fyrirlitning fjöldans. „Hana er ungum manni verst að þola“, segir eill af okkar djúphyggn- ustu skáldum. — Ilér skal nú farið nokkrum orðum um þá hornsteina, sem framtíð íþróttanna hlýtur aðallega að byggjast á. Skólar. ]>eir hljóta ávalt að vera þungamiðja likamsmenta sem allra ann- ara menta. Hvergi er frjórri jarðveg- ur fyrir íþróttalífið, en í góðum skól- um, einkum sveitaskólum, og hvergi er heldur fyllri þörf íþróttaiðkaua, en ein- mitt þar. Hér á landi skortir filfinnanlega fleiri og fullkomnari sveitaskóla. peir fáu, sem starfað hafa, eiga vafalaust einn sterkasta þáttinn í Iíkamsment

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.