Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1924, Page 6

Skinfaxi - 01.07.1924, Page 6
54 SKINFAXI voru margir piltar, sem um það leyti tóku að stunda atvinnu til sjávar eða á landi, enda engum gert að skyldu að vera í skólanum nema eftir því, sem ástæður leyfðu (og var kenslugjald að eins miðað við þann tíma). Auk fyrnefndra fastákveðinna náms- greina voru einnig leiðbeiningar í bók- færslu, eða stutt erindi um alment fræð- andi efni, einu sinni í viku, eftir ástæð- um. Skólinn starfaði þrjár stundir á kvöldi hverju, kl. 7—10. Bæði við selning skólans og uppsögn- ina voru ræður fluttar og söngvar sungnir. Eg er ekki í vafa um, að þeir nem- endur, jafnl karlar og konur, sem ástæð- ur höfðu til að vera mestan skólatím- ann, höfðu hans mjög góð not. J?ykir okkur félögum, er að skólanum störf- uðu, sem æskilegt væri í framtíðinni, að geta látið likan skóla starfa fyrir fleiri nemendur og hetur úr garði gerðan, ef föng yrðu á. Eg ætla að eg megi og í þessu sam- handi leyfa mér að geta þess, að U. M. F. próttur í Hnífsdal hafði einnig kvöld- skóla í vetur, með svipuðu sniði. Mér er ekki kunnugt um, hvað lengi liann starfaði, en vera má að það hafi verið eitthvað stytlra, því að flestir unglings- menn þar eru sjómenn, sem, einkum er líða tekur á velurinn, fara að stunda sjóinn og fækkar þá heima fyrir. Mér þykir hlýða, að láta þessa getið í Skinfaxa, því að skoðun mín er sú, að fátt liggi nær verkahring okkar, en slík uppfræðsla, með sem almennustu og nothæfustu sniði. pað væri vissulega spor í þááttina,sem nauðsynlegust er, að auka okkar menningu að viti og þekk- ingu. Guðm. frá Mosdal. ísaf. Farfuglar í Reykjavík. Siðastliðinn vetur hefir stjórn „Ung- mennasainbands Kjalarnesþings“ við- haft þá nýbreytni, að halda fundi með þeim ungmennafélögum utan af landi, sem dvalið hafa hér í Reykjavík lengri eða skemri tima vetrar. Á hverju hausti streymir mikill f jöldi félaga hingað til náms og atvinnuleit- ar, en fátt af þessu utanbæjarfólki hefir sótt félagsfundi hér undanfarna vetur, þeir komast því að meira eða minna leyti út úr starfseminni og mikill fjöldi þeirra glalast alveg iir félagsskapnum. En slikt er félagsheildinni til tjóns, og þvi fanst okkur ástæða til að reisa skorður við, ef unt væri. í fyrrasumar sendum við þvi bréf til stjórna allra félaga í U.M.F.Í.ogbáðum þær að senda okkur nöfn og dvalarstað þeirra félaga simia, cr að einhverju leyti dveldu hér í bæ komandi vetur. Undirtektirnar urðu lakari en búast mátti við, því ein 8 félög sendu svar- bréf. Samt sem áður hófum við starfsem- ina og reyndum að ná til allra þeirra mörgu félaga, sem ekkert hafði verið tilkynt um, og varð árangurinn sá, að innritaðir liafa verið hjá okkur 160 fé- lagar frá 41 félagi, svo sem hér segir: Afturelding 30, Akraness 5, Akureyrar 6, Árvakur 2, Auður djiipúðga 2, Bif- röst 2, Biskupstungna 7, Bjarmi 1, Björn Hítdælakappi 2, Dagsbrún (Land- eyjum) 4, Drengur 3, Egill Skallagríms- son 1, Einingin 2, Eyfellingur 2, Eyrar- bakka 3, Fram 1, Framar 1, Framtíðin 4, Geisli 2, Haukur 4, Hekla 1, Hjalti 1, Hróar 1, íslendingur 2, Kári 1, Lunda- reykjadals 1, Miðfjarðar-Skeggi 1, Reynir 1, Sandvíkurhrepps 1, Saurbæj- arhrepps 1, Siglufjarðar 3, Stokkseyrar 27, Svarfdæla 6, Tindastóll 1, Ungling-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.