Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1924, Síða 8

Skinfaxi - 01.07.1924, Síða 8
56 SKINFAXI um blómstrandi grundum. — Séð foss- andi ár falla til sævar og lækina fossa af brúnunum. — Við böfum heyrt fossa- niðinn og fuglakliðinn blandast saman í seiðandi, svæfandi tóna, séð fjöllin stór og blá — traust og tignarleg — gnæfandi við ljósbláan vorhimin. pað er sem þau tali til okkar — bendi okk- ur upp, hvetjandi til framgöngu — lengra — hærra. Utan við þungbrýnt hamrabelti sjáum við hafið liggja draumstilt og vaggandi. — Yst út við sjóndeildarhringinn — þar sem mætist himin og haf, glampar morgunroðinn. pessi gullni roði, sem við eygjum við ysla sjónliring laðar okkur. — Snortnir stöndum við og horfum út í blánandi bláinn. I liugan- um sjáum við um óravegu. Ef til vill verðum við snortnir af útþrá á þessu augnabliki. Æfintýralöngunin gerir varl við sig, og við viljum helst fljúga eitt- bvað langt, langt — út yfir fjöll og baf — út i heiminn lil þess að afla okkur frama og frægðar, líkt og vikingarnir í gainla daga. Við lítum mót hlíðinni, aftur, — sjá- um leikandi búféð í grænkandi högun- um. Alt í kring er liið iðandi, gróandi líf. Sólin skín á daggardropana. Feg- urri en fegurstu demantar glitra þeir í öllum litbrigðum. Við stöndum hrifnir og dáumst. Okkur verður ósjálfrátt að minnast þessara orða Gunnars á Hlíð- arenda: „Fögur er blíðin." — petta er unga ísland, sem við sjáum hér — Is- land í vorbúnaði sínum. — Landið, sem geymir bein áa okkar —, landið, sem við erum bundnir við, og sem hefir gefið okkur þrótt og þor. — Framtið- arlandið og sögueyjan heita og kalda, sem við eigum að byggja og bæta fyrir ókömnar kynslóðir. „Ó, þið unglinga fjöld,“ sem framtíð londsins byggist á. Við verðum að hald- ast í hendur — starfa og hugsa, og ekki gleyma, að vilja öll eitt. — Lyftum íslandi upp móti kom- andi degi. Vikarr. F r é 11 i r. Glímukonungur. Sigurður Greipsson frá Haukadal hefir unnið Grettisbeltið í þriðja sinn. Feldi bann alla keppinauta sína. Starfsmaður. Gunnlaugur Björnsson verður starfs- maður U. M. F. í. og ritstjóri Skinfaxa. Héraðsmót U. M. F. Vestfjarða verður að for- fallalausu 17. ágúst í Önundarfirði. — Forstjóri Helgi Valtýsson flytur ræðu. — Ungmennafélög og önnur félög eða einstakir menn, sem vilja sýna þar fim- leika, eða taka þátt í íþróttum, tilkynni það hið bráðasta til Björns Guðmunds- sonar, Núpi, eða til Jens Hólmgeirsson- ar, pórustöðum í Önundarfirði. Samfundur. Samfundur Héraðssambands Kjalar- nesjnngs var haldinn á Akranesi 29. júni síðastliðinn. — Fundurinn var allfjöl- mennur og skemtan góð. jjcgr’ Munið að afgreiðsla Skin- faxa er í Bergstaðastræti 51. — Skrifið þangað. FJELA.GSPRENTSMIOJAN

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.