Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 heiman, þegar þeir í'ara í langferð. Æskulýður íslenskra sveita ætti að fara að dæmi þeirra manna. Góð heima- fræðsla, þekking á fyrirmyndar sveitaheimili og lýð- skólanám á að vera veganesti þeirra, sem aldir eru upp í sveitum, en vilja síðar afla sér fræðslu á fjöl- förnum leiðum. Án þessa veganestis má segja, að alt skeiki stjórnlaust að sköpuðu um það, hvernig sveita- mönnum farnast. Hending ein getur ráðið því, livort þeir eignast heilbrigða sál i hraustum líkama, hvort þeir verða þjóð sinni til gagns eða vansæmdar. Ungmennafélagar ætlu að ræða ítarlega um skóla- og fræðslumál yfir höfuð. pað má aldrei gleyma því, að þau ráða mestu um hag og hamingju þjóðarinnar og einstaklinga á ókomnum árum. G. B. Vinnan á Þingvöllum. Saga þessa máls er stutt og fleslum kunn. í fyrravetur reit stjórn U. M. S. K. brcf til allra fé- laga í U. M. F. í. og óskaði eftir þátttöku þeirra i þegnskaparvinnu s.l. sumar til ýmsra umbóta á ping- völlum sem undirhúning undir hátíðina miklu 1930. Mörg félög lýstu sig fylgjandi málinu, gátu ekki lagt fram vinnu að þessu sinni, sökum ónógs undirbúnings- tíma, en óskuðu að leggja lið næsta sumar. Samt sem áður voru unnin 107 dagsverk á rúmum 3 vikum. Dags- verk þessi skiftast þannig á Héraðssamböndin: Héi’aðs- samband Borgfirðinga 8, Vestfjarða 12, Skarplxéðinn 42 og U. M. S. K. 105 dagsv. — Unnið var að sléttun vallar undir tjöld, vegagerð, girðingu o. þvíl. pingvalla- nefndin lét í té lnxsnæði, fæði, þjónustu og verkfæri, einnig verkstjóra. Unnið var 10 tíma á dag og að loknu dagsverki skemt sér við íþróttaiðkanir, leiki o. fl. Einn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.