Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 10
42 SKINFAXI völluni verður fullbörguð, því að það er fleira — og oft nieira — verðmæti fyrir lífið en peningar. Stjórnir U. M. S. Iv. og U. M. F. í. skora því fastlega á öll ungmennafélög landsins að senda menn til vinnu á pingvöllum næsta sumar. Tilkynnið undirrituðum eða Guðrúnu Björnsdóttur, Grafarholti í Mosfellssveit, strax þátttöku ykkar, og getið um, á hvaða tíma ykk- ar menn komi til vinnunnar. — Skýrsla um vinnuna i sumar verður birt i Skinfaxa i haust. Guðbjörn Guðmundsson. Ungmennafélög og þjóðarþroski. Ungmennafélögin liafa sett sér að markmiði göfug- ar og fagrar hugsjónir, er miða meðal annars að þvi tvennu, að þroska einstaklinga félagsskaparins andlega og líkamlega, og að því að styðja og efla alt, er getur orðið þjóðfélagi voru til sæmdar og gagns. petta markmið helgar tilverurétt þeirra, og ætti meir en raun her vitni um. að veita þeiin alþjóðar viðurkenn- ingu og stuðning til að leysa þetta verkefni sitt, sem markið er setl um. Leyfi eg mér að færa að þessu nokk- ur rök. Velferð þjóðfélagsins er að öðrum þræði bygð á þroska þjóðfélagsþegnanna. Sérhver viðleitni, er styður að auknum þroska þeirra andlega eða líkamlega, er þjóðnýtt starf. Uppeldið á áhrifamikinn þátt í að marka framtíðar- stefnur þjóðfélagsins, bæði á andlegum sviðum og i framkvæmdalifinu. Störf ungmennafélagsskaparins eru bygð á þeim grundvelli, að vera heilbrigðu uppeldi til stuðnings, i að veita æskulýðnum aðstöðu til að ky n n-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.