Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 1
XX. 3. Mars 1 928. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Allir, sem eitthvað hugsa um velferð þjóðanna, æskja þess, að flestir, helst allir einstaklingar þeirra, eigi heilbrigða sál í hraustum líkama. En andleg og líkamleg vanheilsa herjar mjög þjóðirnar með ýmsum hætti, og er sönnun þess, að erfitt reynist að ná þessu mark- miði. Margir munu þeirrar skoðunar, að þrekleysi, van- heilsa og siðgæðisveilur sé sjálfskaparvíti að mjög miklu leyti. J?ó er langt frá þvi, að hægt sé að saka hvern einstakling um gaila hans; syndir feðranna koma niður á börnunum í þriðja og f jórða lið, og sumir segja þúsund liðu. — Bretar segja að það þurfi þrjá manns- aldra til að skapa manninn. En þó að Bretar séu allra þjóða þrautseigastir og framsýnir um flest, mun það sönnu næst, að þeir sem aðrar þjóðir muni þurfa alda- raðir til þess milda verks. Uppeldismálin eru að flestra dómi einna erfiðust af öllum viðfangsefnum þjóðanna, sökum þess hve erfitt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.