Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.03.1928, Blaðsíða 14
46 SKINFAXI sem getur gel'ið t'urðu glögga hugmynd um foru-íslenska vikivaka, einkum ef það er borið saman við fœreyska þjóðdansa. Má því fara allnærri um, hvernig dansar þessir hafi verið þá, er þeir sómdu sér hér best og voru þjóðarskemtun. Talið er víst, að þjóðdansar liafi verið kveðnir í Nor- egi langt fram eftir öldum, með' líkum hætti og hér var gert, en þeir hverfa þar alveg um langt skeið, eins og hér. En nú hafa Norðmenn unnið kappsamlega i fjórðung aldar að því að endurvekja dansana, enda er svo komið, að þeir eru iðkaðir þar í hverri sveit og þykja mikils verðir. Ungmennafélag íslands vildi fara að dæmi Norð- manna i þessu efni og endurreisa þjóðdansa hér. Sá þá samb.stjórn og margir fleiri ungmennafélagar að þetta var hið mesla vandaverk, einkum sökum þess, að hér er fárra manna völ, sem nokkra verulega þekkingu liafa á þessu sviði. Flestir nninu hafa litið svo á, að Helgi Yaltýsson væri sá eini, sem líklegt var að vildi og gæti unnið þetta verk, og bar margt til þess. Hann er gagnkunnugur starfsemi Norðmanna, ljóðfróður, sönggefinn og allra manna best kjörinn til þess að hlása lífi í nýjungar og hrífa ungt fólk. Helgi liefir nú unnið að þjóðdansakenslu hér í Rvík bæði í vetur og fyrra- vetur. í vetur kennir liann 40 manna flokki, og eru 24 úr Kennaraskólanum, en 16 úr U. M. F. Velvakandi p’riöjudaginn 28. fébrúar s.l. sýndi Helgi þjóðdansa með flokki sínum; var sýning þessi fjölsótt. Helgi flutti snjalla og itarlega ræðu. Rakti hann sögu þjóðdansa eftir því, sem unt er. Lýsti hann því, hvernig þeir liafa verið iðkaðir í Færeyjum og Noregi, og skýrði frá til- raunum þeim, sem gerðar hafa verið hér, til þess að endurreisa þá, hin síðustu ár. Tók hann það skýrt fram, að vikivakar mættu alls ekki verða dans í þess orðs venjulegu merkingu, lieldur þjóðlegir söngleikir. Fær- eyingar, Norðmenn og íslendingar hlytu altaf að iðka

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.