Skinfaxi - 01.02.1929, Blaðsíða 1
Febr. 1929. 2.
Hlutverk ungmennafélaga.
Eftir Arngrím Fr. Bjarnason í Bolungarvík.
Við gömlu ungmennafélagsmennirnir, sem verið höf-
um félagar frá stofnun Ungmennafélaga hér á landi get-
um tæplega annað en undrast þær miklu framfarir, sem
orðið hafa siðustu 25 árin.
Vonir okkar og hugsjónir hafa meira en ræst, þó
ekki sé nákvæmlega á þann hátt sem við hugsuðum.
Á þessu tímabili hefir hér myndast og fest þjóðernisleg
hugsun — og eiga Ungmennafélögin þar langmestan
þátt í. Vegna legu sinnar og fámennis verður islenska
þjóðin sífelt að ætla sínum einstaklingum meira hlutverk
en fjölmennari þjóðir. Þá hugsun á núlifandi kynslóð
að festa í brjósti uppvaxandi æskulýðs með meiri þjóð-
ernislegri mentun Iiuga og handar.
Því'mun tæplega neitað, að mentun sú er við ís-
lendingar höfum búið við til þessa hafi of mjög verið
sniðin eftir fyrirmyndum annara þjóða, stundum þjðða
okkur óskyldum að hugsunarhætti og með ólfku Hfs-
viðhorfi. Hefir því orðið minna gagn fyrir þjóðina I