Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1929, Page 8

Skinfaxi - 01.02.1929, Page 8
24 SKINFAXI legu og náttúrlegu skinfærum, en hafa þau öll 5 að láni frá tísku erlendrar ómenningar, og er það ekki bðti betra en stjórnarlánið gamla. Erlend áþján getur )»irtst i mörgum myndum. Tiu ár eru nú liðin af fullveldislífi þjóðar okkar og | á sama tíma stöndum við við lOQÖára lífstakmörk henn- ar sem ríkis. Getur nú nokkur íslendingur litið til fyrstu ára þess * timabils, sem við erum nú að kveðju, — gullaldarinnar — án þess að finna helga hvöt hjá sér til þess að vinna að þvi, að morgunn hins komandi 1000 ára ríkis ís- lands verði líka gullöld? Getur nokkurt barn þjóðarinn- ar litið svo yfir alla sögu þessa tímabils, að ekki láti reynslu liðins tíma kenna sér þau hyggindi, er í hag skuli koma í framtiðinni. — Munum það vormenn, að eftir 1000 ár hér frá verða enn lesnar sögurnar um Gunnar, Njál, Skarphéðinn og aðra gullaldar-afreks- raenn, en jafnframt verður þá og lesin sagan um vor- aidarmenn næstu „íslands þúsund ára“, og borin sam- ati inenning 10. og 20. aldarinnar.---------------Setjumst við hrunninn. — „Teygum það besta úr brjóstum vorra tíma“, til þess að geta „bætt nýrri frægð þá gömlu við“. Við verðum að læra að njóta okkar, njóta sann- gæða lífsins, færa kristindóminn út í hversdagsstörfin, og gera lffið að guðsþjónustu. Nú er tækifærið, nú er timinn kominn að tengja það þjóðmenningarsamband, sem engin Sturlungaöld getur þrifist í, engin einokun, engin kúgun. — Það fullveldi er bygt á sálarþroska hvers einasta borgara þjóðfélagsins, því „Þá [fyrst] verður móðir og fóstra vor frjáls * er fjöldinn í þjóðinni nýtur sín sjálfs og kraftarnir safnast og sundrungin jafnast i samhuga fylgi hins almenna máls. — Og timinn er kominn að takast í hendur og tengja það samband er stendur.“ B, G.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.