Skinfaxi - 01.02.1929, Side 9
SKINFAXI
25
Landssýningin i Björgvin.
Framh.
Þær þrjár deildirnar, sem enn er ósagt frá
höfðu einnig svo margt til síns ágætis að
ekki ber að láta ógetið enda þótt inni-
hald þeirra væri að sumu leyti fjær okkar
almennu högum, en hinna, sem áður er frá sagt. —
Samgöngudeildin tók yfir allt það sem að umferð og
samgöngum lýtur, og þó langtum fleira. Flestöll um-
ferðartæki og allskonar hjálparmeðul til slíkra fram-
kvæmda, ef svo mætti orða, gat þar að líta, enda var
sú deild í fieirum byggingum og stöðum á sýningar-
svæðinu. — Það sem einna mest gekk þar í augu voru
járnbrausarlestir tvær (að vísu ekki ineð mörgum drátt-
arvögnum). Voru til samanburðar settar samhliða fyrsta
járnbrautarlestin, sem gekk á ríkisbrautunum norsku og
svo sú nýjasta og best fullkomna. Gamla lestin með
sínum gufuvagni, sem eflaust 'þótti undraverk á sinni
tíö, minti nú helst á gerðarlegt barnaleikfang, í sarnan-
burði við þá tröllauknu nútíma eimreið,. sem æðir eins
og í jötunmóði upp og yfir háfjöllin með „snjóplóginn"
fyrir, sem þeytir djúpfenninu eins og dufti, og sópar að
síðustu brautina. — Vélar af mörgum tegundum og
stærðum voru og alhnikill flokkur. Mestur hluti þeirra
voru ýmsar „mótor“véiar, hinsvegar líka gufuvélar, raf-
orku o. s. frv. — Einn sýningarskálinn var eingöngu
fyiir bifreiðar af ýmsum gerðum, og gerist engin þörf
á 'að lýsa. Björgunarbátar fimm, hin allra mætilegustu
skip, flutu inni á Álfreksósi. (Því að alla leið milli vatn-
anna náði sýningarlandið, ef skemtanasvæðið var
með talið). Nokkrir smábátar aðrir, siglinga- og vél-
bátar voru einnig til sýnis. Samgöngur bæði til sjávar
og lands voru útskýrðar með fjölda mynda og móta,
bæði táknmynda og veruleika. Af skipum og ýmsum
öðrum mannvirkjum voru myndlíki („model“) og margs-
Samgöngu
deildin.