Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1929, Side 15

Skinfaxi - 01.02.1929, Side 15
SKINFAXI Ungmennafélög Önfirðinga. Tuttugu ár. Des. 1928. Fvrir tveimur tugum ára, tímans undir horfnu valdi, reis í vorri bygð sú bára, best er Iyfti hvítum faldi. Vakning fór um vorar strendur, vakti þor hins innra mátlar, rétti móti himni hendur, horfði beint til sólaráttar. Þá var unnið heit, að hækka huga sinn og þrek og vilja, láta gæfu lifsins stækka; lögmál þroskans reynt að skilja. Þá var hugur góðri gæddur gæfuvon I þörf hins sanna. Þá var oss til frama fæddur félagsskapur æskumanna. Þeir, sem fyrst i þunga dagsins þýðing félags máttu skilja, birtast nú sem bygðarlagsins bestu menn I réttum vilja. Enda þó að hafi hrapað hugsjón mörg, er uxu straumar, geta löngum gæfu skapað góðra manna vökudraumar. Þeir, sem undir þroskans merki þessu lyftu félagsstarfi hafa miðlað von og verki vorum hugum, — góðum arfi. Stundum þó að bratta báru brotið hafi fyrir stafui, göfugt starf og gæfa skáru greiða braut, I þroskans nafni.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.