Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 2
190 SKINFAXI er æskan rís eins og öldufaldnr og æðir fram — lil að vinna, — áköf og fær í flestan sjó, — að fyllingu drauma sinna. Mér opnast framtímans álfur, —■ það er eins og skaparinn sjálfur sé kominn að blása ást sinni í efnið, er æskan gengur að verld, björt eins og dagnr, brosleit og hrein, með blaktandi vorsins merki. Mér heyrist sem fjötrar hrynji, mér heyrist sem dauðinn stynji, mér heyrist sem eilífðin undir taki, er æskan jörðina blessar, -- og heilagur andi himnum frá í hásalnum bláa messar. Það er eins öldurnar glitri, það er eins og ströndin titri, er æskan stígur á stokkinn helga og strengir sín fyrstu heit, — he.il, sem eru stoltari, sterkari og stærri en nokkur veit. Því alda aldanna líður og allur heimurinn bíður sem bandingi, er lausnina þreyttur þráir frá þjáningum slærri og stærri. — Og það er æskan ein sem trúir á það, að stundin sé nærri. Eg hylli hiklausa sporið. — Ég hylli æskuna og vorið,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.