Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 24
212 SKINFAXI hefir þjóð vor efni á, að greiða erlendum þjóðum miljónir króna árlega fyrir vörur, sem framleiða má í landinu, jafn- góðar og engn dýrari. „Sú króna, sem fer út úr landinu, er kvödd í síðasta sinn.“ Það er og metnaðarmál og menningar- anki, að vera sjálfum sér nógur um sem flest. — Vilja U. M. F. ekki beita áhrifum sínum til að skapa þann þjóðarmetnað, að Islendingar kaupi jafnan íslenzkar vörur fremur en erlendar, ef fáanlegar eru og eigi lakari. Með verkefnum þessum vil eg sameina U. M. F. til átaka, og komast jafnframt eftir því, hvers vænta má af félögunum — hvort þau fást til að finna máttinn í sjálfum sér og beita hon- um. Ef tilrann þessi ber sæmilegan árangur, munu félögin fá sameiginleg viðfangsefni framvegis, valin að beztu manna yfirsýn. Allir eitt! íslandi allt! Ferðir sambandsstjóra. Sambandsstjóri ferðast milli félaga í vetur, eftir því sem tími vinnst til. Sækir hann fundi og ræðir félagsmál, en auk þess flytur hann almenna fyrirlestra, ef þess er æskt. Hefir hann þegar lokið ferð um Árnes- og Rangárvallasýslu. 19 sambandsfélög eru í sýslum þessum (Héraðssambandinu Skarphéðni), en í sex þeirra varð fundarfall — vegna óáran- ar í veðri og mannfólki. Nokkur félög starfa vel, en yfirleitt er starf og áhugi miklu minni en skyldi. íþróttir. Ritstjóri Skinfaxa átti nýlega tal við Jón Þorsteinsson frá Hofsstöðum og spurði hann m. a. um þátttöku i bréflegu fim- leikakennslunni. Kom þá í Ijós, að hún er miklu minni en vænta mætti. Skal því tækifærið notað enn um sinn, að eggja ungmennafélaga lögeggjan að nota þessa ágætu og hagkvæmu kennslu. Vér megum ekki við þvi, að sleppa dýrmætum tæki- færum vegna tómlætis. Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.