Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 10
198 SKINFAXI Hér áður fyr kom það oft fyrir, að góðir skurðar- menn voru fengnir bæ frá bæ, til að skcra laufabrauð, enda mun ]>á Iiafa verið lögð enn meiri áherzla á fal- legan skurð. Hefur því hnignað, eins og fleiru, við fólksfækkunina í sveitunum. Þegar skurðinum er lokið, eru kökurnar steiktar í góðri tólg. Fær þá venjulega liver beimilismaður eina köku lil að borða. Þegar búið er að steikja, eru kök- urnar bornar fram í bæ eða niður í kjallara, eða á einhvern kaldan stað, því að þær geymast betur í kulda. Má vel geyma laufabrauð allan veturinn. Hefi eg stund- um, á fornbýlum beimilum, l'engið laufabrauð á pásk- unum og á sumardaginn fyrsta, og virtist það alveg óskemmt. Þar sem eg ]>ekki til, er það venja, að skammta bverj- um karlmanni á jólanóttina 5—6 laufakökur, en kven- fólki og unglingum 3—4, ásamt öðrum bátíðamat. Álíka mikið er skammtað aftur á gamlárskveld. Á seinni árum, siðan fólkinu fækkaði í sveitum, bafa sum heimili Iagt niður þennan gamla og góða sið, að búa til laufabrauð, af þeim áslæðum, að eng- inn hefir verið til að skera það. Og getur svo farið, að á næstu áratugum leggist þessi siður alveg niður, og tel eg það skaða. Þarna er gömul og fallcg list að deyja út og margar jólaminningar eru tengdar við laufabrauðið. Og beyrt hefi eg gamalt fólk láta þau orð falla, að það gcti ekki luigsað sér jól án laufa- brauðs. Hlín, 14. ár 1930, er nýkomin út, og er Halldóra Bjarna- dótlir ritstjóri sem fyr. Hefti þetta er fjölbreytt og golt, eins og Hlín hefir alltaf verið, og enginn keppir við hana um verð, 128 bls. á eina krónu. í hefli þessu eru nokkrar góðar mynd- ir frá landssýningunni i sumar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.