Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1930, Blaðsíða 9
SKINFAXI 197 Mjög er það mismunandi hvað menn eru listfengir að skera. Enda þarf mikla nákvæmni og athygli að hafa laufin alveg jöfn, og cins þarf handlagni við að taka laufin upp, leggja þau tvöföld og festa oddana. Best er að slcera beinar línur, en vel má skera bogn- ar línur, en meiri vandi er það. Þeir, sem eru góðir skurðarmenn, leika sér að því, að skera laufastafi, t. d. fangamark allra á heimilinu, á kökurnar, og jafn- vel lieil mannanöfn og eins orð, svo sem: „Gleðileg jól“, „Góða nótt“ o. s. frv. Sumir skera mynd af hús- um, kirkjum o. fl. Fjölbreytnin getur í raun og veru orðið óendanleg að kalla. Sami maður getur skorið marga tugi af lcökum og haft engar tvær eins. Man eg það, að þegar eg var barn, skar einn á lieim- ilinu mynd af skilningstrénu á eina kökuna og vafði höggormurinn sig utan um tréð með reistan haus og gapandi gin. Kom kakan í minn hlut á jólunum og hafði eg illan bifur á henni og vildi ekki eta hana, fyr en seint og siðar meir. Venjulega hafa menn þá reglu, að hafa laufin sem jöfnust á hverri köku, ef gerðin heimtar ekki mis- munandi stærðir, t. d. eins og þegar skornar eru marg- blaðaðar rósir eða rósahnútar, þá þurfa laufin að vera af ýmsum stærðum. Sumir skurðarmenn auka fjölbreytnina með þvi, að skera í kökurnar „kleinur“ og „gorma“ og fleira af þessháttar „útflúri“. En jafnan finnst mér það skemma útlit laufabrauðsins, því að þá verður ekki eins inik- ið samræmi í gerðinni. Mjög eru menn misfljótir að skera. Hafa sumir náð mikilli leikni í því, að skera vel og vera þó fljótir. Hefi eg oft furðað mig á því, livað sumir unglingar eru fljótir að læra að skera laufahrauð, jafnvel börn 10—12 ára geta orðið býsna leikin í þessari list. Sýnir það, ásamt ótal fleiru, að þjóðin er listhneigð í eðli sínu. —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.