Rauði fáninn - 01.11.1936, Blaðsíða 3
RAUÐI FÁNINN 3
Ávarp til allrar frjálslyndrar æsku
frá ráðstefnu Sambands ungra kommúnista.
Á síðustu árum hefir fasisminn
lagzt eins og mara á ýmsar þjóðir
jEvrópu og troðið frelsi þeirra undir
fótum sér. Hann hefir eyðilagt hin
dýrmætustu og hjartfólgnustu menn-
ingarverðmæti þjóðanna, bannað all-
an frjálsan félagsskap æskunnar og
hneppt djörfustu og beztu fulltrúa
henar í fangelsi. Það er hin fasist-
iska kúgunarkrumla, sem kyrkir nú
framtíðarmöguleika alls þorra ungu
kynslóðarinar og hefir stofnað til
kauplausrar þvingunarvinnu. Fasista-
löndin undirbúa með æðisgengnum
hraða nýja heimsstyrjöld, sem kosta
myndi milljónir æskumanna líf og
limi.
Hér á íslandi grípur fasisminn
einnig um sig, einkum í Sjálfstæðis-
flokknum, sem tekið hefir upp starfs-
hætti fasista með lýðskrumi sínu og
ver í einu og öllu hina níðingslegu
baráttu fasista gegn lýðræði, frelsi
og menningu.
Þetta gerir það margfalt nauðsyn-
legra en nokkru sinni fyr, að öll
frjálslynd æska í landinu standi sam-
an og verjist þeim ógnum, sem fas-
isminn nú býr æskunni.
Við skorum þess vegna á öll frjáls-
lynd æskulýðsfélög, svo sem félög
ungra jafnaðarmanna og framsóknar-
manna, Ungmennafélögin, skáta, í-
þróttafélög, stúkur og öll önnur lýð-
ræðissinnuð æskulýðssamtök og ein-
staklinga að hefja sem allra fyrst
samstarf um öll hin sameiginlegu
mál alþýðuæskunnar til sjávar og
sveita, fyrir lýðræði, frelsi, menn-
ingu, framförum, betri kjörum og
bjartari framtíð æskunnar í landinu.
Slík samvinna allrar frjálshuga
æsku yrði auðvitað að grundvallast
á drengskap, bróðurhug og fullri
virðingu fyrir hinum mismunandi
skoðunum á pólitík, trúmálum og
■öðru slíku og auknum gagnkvæmum
skilningi allra aðilja.
Æskumenn íslands! Við látum
aldrei taka af okkur það frelsi og
þau réttindi og það sjálfstæði íslenzku
þjóðarinnar, sem unnizt hefir með
aldar baráttu.
En ef við eigum að hindra það,
verðum við að skapa einhuga fylk-
ingu æskunnar í svipuðum stíl, en enn-
þá voldugri en Ungmennafélagshreyf-
ingin var á sínum blómatíma, á með-
.an hún stóð fremst í þjóðfélagsbar-
Áttunni.
Fram til nýrra dáða, íslenzkir
æskumenn og konum. Verndum ein-
huga frelsi þjóðarinnar. Vinnum sam-
an að því að bæta landið okkar og
skapa sjálfum okkur og næstu kyn-
slóðum betra og hamingjuríkara líf
og bjartari framtíð.
Sköpum allsherjarsamtök æskimn-
ar fyrir íýðræði, menningu og fram-
föriim!
Nazistarnir hræddir
Uppeldissynir Reykjavíkuríhaldsins
(nasistarnir) héldu einn af útbreiðslu-
fundum sínum í Varðarhúsinu 9. nóv.
Ekki var hugrekki piltanna meira
en það, að engum þekktum andfas-
ista var leyfður aðgangur, þó fund-
urinn væri kallaður ,,opinber“.
Þarna ,,messuðu“ hinar venjulegu
málpípur Hitlers og auk þeirra Gísli
Bjarnason, sem rekinn hefir verið úr
stjórnarráðinu, fyrir allskonar óreglu
og ræfildóm, sem bæjarbúum er
löngu kunnur.
Minnugir atburðanna frá 9. nóv.
í fyrra, þegar þessi strákaskríll ætl-
aði að beita unga kommúnista og
jafnaðarmenn ofbeldi, en urðu svo al-
gerlega undir og sér til verðskuldaðr-
ar háðungar, munu þeir nú hafa fagn-
að þeirri einingu andans, sem ríkti
að þessu sinni a. m. k. á yfirborðinu.
En er ekki tími til kominn fyrir
þá afvegaleiddu æskumenn, sem
fylgja Hitlersstefnunni af sannfær-
íngu, að fara að íhuga, hvort ekki
muni eitthvað óhreint við ,,stjórn-
málaflokk“, sem ekki þorir einu sinni
að líta andstæðinga sína á opinber-
um fundum — svo maður nefni nú
ekki þátttöku þeirra í umræðum.
Frá Uogmesisna-
félogunum.
Skinfaxi,
tímarit U. M. F. I., 2. hefti 1936,
er nýkomið út, fjölbreytt að efni,
fróðlegt og skemmtilegt að vánda.
Forseti Sambands Ungmennafélag-
anna ritar þar meðal annars um
Sambandsmálin og er það allítarleg
Framh. á 8. síðu.
Leggja fasistar þetta í rústir?
Myndin hér að neðan sýnir hluta af Madrid, tekin úr lofti. Hin mikla
gata á miðri myndinni er Puerta del sol-strætið fræga.
Þegar þetta er skrifað standa bardagarnir um Madrid sem hæst, og
verst stjórnarliðið af frábærri hreysti hinum grimmu stórskota- og
sprengjuárásum fasista. — Stjórnarliðið sækir fram á Suður-Spáni
og heldur fyllilega velli á norðurströndinni.