Rauði fáninn - 01.11.1936, Blaðsíða 5

Rauði fáninn - 01.11.1936, Blaðsíða 5
RAUÐI FÁNINN 5 þeim, sem klöppuðu fyrir afrekum lians á milli þess sem þeir létu skammarorð falla í garS negranna, þeim, sem ekki gátu litið á þá svörtu sem félaga, ekki einu sinni á íþróttavellinum. Og' í öðru lagi vildi hann með engu móti yfirgefa Charley gamla, sem hann elska.ði og' virti sem föður. Útfallið varð, að Jesse inn- ritaðist í Ohioháskólann. Oft kom Jesse heim til að hitta mönnnu gömlu og unnustu síná, Minnie Ruth Solomon. i'að er svértingjastúlka, sem Jesse hafði þótt vænt um frá því þau voru lítil. I háskólanum byrjaði frægðarbraut Jesse fyrir alvöru. Og það má teljast kaldhæðni ör- laganna, aS negradrengurinn Jesse skyldi vinna hin frægu afrek sín einmitt á þeim tím- um, þegar öldu kynfíökkahatursins ganga livað hæst — bæði í Ameríku og Þýskalandi — þegar hinar vitfirrtu, villimannlegu kynflokka- ofsóknir vaða uppi með mestum viðbjóði og andstyggð, þegar ,,kenningin“ um göfgi Ger- mana og yfirburði yfir aðra menn er prédik- uð með mestri óskammfeilni. A þessum tímum vann Jesse fyrir sér sem lyftumaður, aSstoðarmaður í vefnaSarverk- smiðju og dyravörðui'. Hvern eyri varð hann að spara, því að nú var faðir hans atvinnu- laus. En þó braust Jesse gegnum skólann. Nú komu margir kappleikar, og Jesse gekk frá einum sigri t.il annars. Frægð Ohio kappleika- liðsins er Jesse aS þakka framar öllum ÍÍSr- um. — Svo kom hinn stóri dagur, 25. maí 1935. Það voru hinir miklu kappleikar í Chicago, þegar Jesse setti allan íþróttaheiminn á ann- an endann meS því að slá heimsmet í 100, 220 og 220 yards grindahlaupi. Mánuði seinna var hann beSinn að koma til leika í Bei'keley-Cal. Faðir hans hafði verið 2 ár atvinnulaus og' heimilið í vandræðum. Ef Owens gamli fengi ekki vinnu, varð Jesse að vera heima og vinna. FrægS Jesse. haf'Si þegar vakið. eftii'tekt allskonar spekúlanta og hræ- fugla, sem gera sér íþróttaleika að féþúfu, og' nú rigndi niður vinnutilboSum handa Owens gamla. Og Jesse fór til Berkeley. Hér vann negrastúdentinn nýja sigi'á. Hann sigraði úrvaliS úr íþróttámönnum Bándaríkj- anna í öllum greinwm, sem liann tók þátt i. 1 sambandi við þetta ferðalag gaus upp sá kvittur, að Jesse ætlaði að giftast auðugri stúlku, að nafni Quince Nickerson. Yar það sótt fast frá hennar hendi (og föSur henn- ar). En Jesse var engin verslunarvara. Hann hafði jafnlítinn áhuga fyrir frökeninni eins og dollurum föður hennar. Og Jesse fór heim og giftist unnustu sinni, M. R. Solomon. Hún er ennþá skrifstofustúlka í skólaráðinu í Cleveland. Svo hófst Ólympsárið 1936. Jesse skyldi fara til Berlínar — miðstöSvar kynþáttabrjál- æðisins í Evrópu, til landsins, sem ofsækir alla „sína“ íþróttamenn, ef þeir em ekki „kynhreinir aríar“; landsins, sem um þessar mundir setti 300 íþróttamenn í tukthus, þótt þeir væru „kynhreinir“, bai'a af því að þeii' voru verkalýðssinnar, börðust fyrir stéttina, sem Jesse tilheyrði; landsins, sem um þetta leyti æpti um það í opinberum blöðum, hve það væri ógeðfeld tilhugsun að láta „Gyðinga- svín og negrahunda“ ganga til leika með hin- um „göfugu“ Þjóðverjum! Hinir nasistisku „Ólymps“-skipuleggjendur vildu umfram allt gera leikana að sigurför „aríanna“; umfram allt „sanna“ kynþátta- delluna um yfirburði þeirra yfir aðra menn. En leikamii' fóru á annan veg! Þeir af- sönnuðu kynþáttakenninguna gersamlega. Og það er negrastrákurinn Jesse Owens, sveita- drengurinn, skóburstarinn, lyftudrengurinn, blaðsalinn, garðyrkjumaðurinn, dyravörðurinn og stúdentinn, sem á heiðurinn af því! 100 m undanrásina hljóp Jesse á 10,2 sek., í úrslitahlaupi á 10,3. Næstur honum kom fé- lagi hans, svertinginn Metcalfe — en sá 5. í röðinni var Þjóðverjinn Borchmayer, full- trúi „norrænu ofurmennanna!“ En þegar Jesse gekk til stúku IJitlers, eins og siður var með alla sigurvegara, þá var Hitler horfinn. — Kanslarinn var flúinn! „Foringinn“ svonefndi fyrir 65 milj. þjóð — hann þorði ekki a'ð taka í hönd 22 ára negradrengsins frá Alabama. Jesse hafði sigrað, ekki aðeins keppendur sína á vellinum, heldui' gjörvalla þjóðrembings- kenningu Nasista, ,.kenningu“ þjóðahatursins og stríðsæsinganna! Jesse gekk aftui' út á völlinn, óg nú var í fyrsta skipti stokkið yfir 8 m í langstökki á meginlandi Evrópu. Hann stökk 8,06 m og setti nýtt heimsmet. Fagnaðarópin kváðu við. Félagi hans, svertinginn Woodruff, sigraöi í 800 m hlaupi, og hi'ifningaraldan reis á ný. Þriðju gullmedalíuna fékk Jesse í 200 m hlaupi, þar sem hann ruddi Ólympsmetinu. Hann var oi'ðinn sigurvegari leikanna, óvinn- andi afreksmaður, fræknasti íþróttamaður Heimsins! Árangurslaust reyndu Nasistablöðin að deyfa hrifninguna yfir Jesse. Hann var orðinn uppá- halda allra, hvar sem hann kom í Bei'lín. — Ivynþáttagrýla Hitlers verkaði ekki meir á fólkið heldur en grýlusaga á íslenska nútíma- menn. Afrek Jesse og liinna svörtu félaga lians höfðu gersamlega ónýtt Ólympsfyrirætl- anir Nasista á sviði kynþátta-„kenningarinn- „Ólymps“-léikunum var lokið. Spekúlant- arnir í stjórn íþróttasambánds Bandaríkjanna (A. A. U.), með nasistann Brundage í broddi. fylkingar, hugðust senda Jesse út um Ev- rópu þvera og endilanga til að græða fé á lilaupum hans, þó hann vitanlega þarfnaðist hvíldar eftir áreynsluna í Berlín. — Jesse neitaði. Hann kvaðst ekki láta halda neinar sýningar á sér — og fór heim. Þá skeði það merkilega: Maðurinn, sem haldið hafði uppi heiðri lands síns á leikun- um, sem liafði fært því 3 gullmedalíur og þar með sigurinn í frjálsum íþróttum — hann var rekinn úr Iþróttasambandinu (A. A. U.) af ritara þess! Þeim hefir víst ekkert þótt varið í vinsældir Jesse, ekkert verið hrifnir af því, að „negrakvikindið“ skjddi vera fyrsti maður þeirra mikla lands, þar sem allt skal vera „100% amerískt“. Ameríka er nefnilega enginn eftirbátur í kynflokka-„menningu“, eins og starfsemi hins leynilega ofsóknarfélags Kukluxklan sýnir. Og' þegar öllu er á botn- inn hvolft, er fui'ðu lítill munur á hinu menn- ingarsnauða þjóðrembings-afturhaldi í hvaða landi sem er. Sérhver drengskaparmaður getur verið Jesse þakklátur fyrir frammistöðu hans í Berlín, fyrir andúð hans gegn spillingunni í íþrótta- lífinu og drengilega framkomu. Þó að A. A. U. stjómin hafi rekið hann, hefir hann unnið hjarta góðra íþróttavina um allan lieim, og þess er að vænta, að vinsældir þessa frábæra íþróttamanns eigi eftir að aukast. H. II.

x

Rauði fáninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.