Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1932, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1932, Blaðsíða 7
SKINFAXl 103 lagi. Margar fleiri mólbárur komu fram, en revndust álika léttvægar. Nú mun eg víkja að þfeim breytingum, sem gerðar voru á Þingvöllum vegna alþingishátíðarinnar, og sem hafa varanlega þýðingu, og þar næst að þeim ráðstöf- unum, sem gerðar hafa verið vegna l'riðunarlaganna. Langdýrasla umbótin, sem gerð var vegna hátíðar- innar, var nýi vegurinn gegnum Mosfellssveit og yfir Mosfellsdal. Þann veg átti að gera, hvort sem var, en það myndi annars liafa dregizt nokkur ár. Vegna þessa vegar er akfærl á Þingvöll nálega allt árið. Þá var veg- ur lagður frá Þingvöllum inn á Leirur, þar sem tjald- borgin stóð, og áleiðis að ruðningnum yfir Kaldadal. Er þessi nýi vegur nú orðin ein liin fjölfarnasta sumar- leið hér á landi, fyrir ferðafólk. Næsta aðgerðin var við sjálfa vellina. Upprunalega höfðu þeir verið slétt grund, mynduð al' framburði ár- innar, og' ált þátt í að gefa staðnum nafii. En nri voru þeir orðnir kargaþýfi og sundurgrafnir af vatni. Há- tíðarnefndin lét slélla nálega 10 lia. og breyta i tún, eftir því, sem efni voru til, og á þessum hinum miklu grundum liafði mannstraumurinn olhogarúm liátíðis- dagana. Þá voru hin misheppnuðu hráðabirgðahús mitt í þinghelginni, Valhöll og Konungsskálinn. Þau voru færð suður yfir ána, og komið þar svo fyrir að þan eru fremur til prýði fyrir staðinn. Valhöll var stækkuð og endurbætt til stórra muna, ank þess byggð- ur áfastur við gistihúsið stór og mvndarlegur sam- komusalur. Er öll aðstaða í Valliöll nú orðið til að taka vel á móti geslum, þó að margir séu, og þar má nú efna til funda miklu fremur en áður var. Að lolc- um var bærinn á ÞingVöllum rifinn og endurbyggður úr steini, með þremur burstum og torfþaki. Gamli bærinn hefði orðið landinu til óafmáanlegrar minnk- unnar, ef hann hefði slaðið, og lifað um langan aldur á myndum úti um allan heim, sem vottur um virðingu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.