Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1932, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1932, Blaðsíða 3
SKINFAXI 99 verið liöfuðsetur hinnar fornu nienningar og þjóðar- sjálfstæðis. Þar liöfðu örlagaþættir þjóðarinnar verið spunnir. Þingvellir liöfðn endurspeglað gæfu og gengi þjóðarinnar. í fornöld var Þingvallahéraðið nmgjörð, er lukti utan um liöfuðsetur frjálsrar og vel mennt- aðrar þjóðar. Á dögum Jónasar Hallgrímssonar var Snorrabúð stekkur, og Lögberg leikvöllur hungraðra hrafna, en Bláskógar eyddir af eldi og sauðbeit, svo að berir sandar og blásin hraun voru komin í stað gróðurmikilla skóga. Fjölnismenn gerðu Þingvöll að höfuðborg hugsjóna- baráttunnar. Og Jón Sigurðsson og samverkamenn lians í stjórnmálum tóku fúslega við þessari gjöf liinna listrænu vakningarmanna. Jónas Hallgrímsson sá á Þingvöllum meginvigi þjóðar sinnar, hergkastala, sem guð og eldar Iiöfðu reist handa Islendingum. Um leið og frelsisbaráttan hófst, byrjaði Jón Sigurðsson að halda og lála halda vakningafundina á Þingvöllum. Þar var haldinn liver þjóðmálafundurinn öðrum merk- ari, bæði á dögum Jóns Sigurðssonar og Benedikts Sveinssonar. Siðasti fundurinn mun liafa verið liald- inn 1907, eftir að umboðsstjórnin var að vísu flutt inn i landið, en mikið af stjórnarvaldi þjóðarinnar þó eftir lijá ráðamönnum erlendrar þjóðar, og því ennþá ástæða til að efla sókn lit á við frá liinum fræga herg- kaslala Fjölnismanna. En um sama leyti og hinn síðasti af hinum fornu hvatningarfundum var haldinn á Þingvöllum, var að eflast í landinu ný æskumannahreyfing, sem í einu vildi vinna að því að gera þjóðina óliáða erlendu valdi, og um leið lyfta þjóðinni með alhliða framförum, með athafnamikilli ræklun lýðs og lands. Alda ungmennafélags-saintakanna reis hátt eftir 1907 og bárust áhrif hennar um alll lahdið. Ungmenna- félög voru stofnuð svo að segja i hverri sveit, og í stærstu bæjunum, Reykjavík og Akurevri, voru um

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.