Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1932, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.05.1932, Blaðsíða 21
SKINFAXI 117 og kynningar. Það samdi sérstök fyrirmæli um ])a'ð, hvernig ])essi skipti færu fram. Slík mannaskipti hefir sambandið rcynt áður ug eru þau mjög heppileg, og þyrftu að aukast. Þá yrði kynning félaganna nánari, en það myndi verða til eflingar allri starfseminni. Með þessu móti gætu félögin einnig fengið nokkuð af sæmi- lega góðum fyrirlestrum án mikils tilkostnaðar. En þó er fjarri því, að slíkt skipulag gjöri að engu nauð- syn þess, að verulega góðir fyrirlesarar ferðist mn stærri svæði meðal félaganna. Æskilegt hcfði mér þótt, að geta farið nokkrum orð- um um livert einstakt félag héraðssambandsins, verk- efni þeirra og áhugamál, en ég er sumuin þcirra of ókunnugur, til þess að gjöra þeim með þvi nokkurn veginn jafnt undir höfði. En til viðbótar því, sem áð- ur er sagt, skal geta þcss, að tvö félögin eiga funda- hús. Það eru Unglingur og Þróttur. Önundur á sund- laug, sem að vísu er köld og veggir að eins hlaðnir úr torfi og grjóti, en hefir þó næstum þvi árlega ver- ið notuð til sundkennslu með góðum árangri. Sem dæmi um verklega starfsemi félaganna, má nefna blómreiti í sumum þeirra og U. M. F. Mýralirepps vinnur árlega að vegabótum í sinni sveit og sjást þar allmikil merki eftir vinnu þess. En aðalþáttur starf- seminnar er andlegu störfin og álirif þeirra á félag- ana sjálfa, uppeldisáhrif og þroskun, sem þeir ná með því að leggja fram andlega og líkamlega krafta sína i þágu samstarfs og félagsskapar. Æskulýðnum er það mikilsvirði, að fá slíka þroskun. !Þess vegna leggja ýms félögin mikla stund á það, að vekja eftirtekt barn- anna á félagsstarfseminni og laða þau að lienni. Ald- urslágmark félaga er venjulega lágt, t. d. 12 ár, til þess að börn geti þá þegar orðið félagar og tekið hcin- an þátt i starfseminni. Þar sem það lieppnast, að fá yngstu félagana til þess að taka virkan þátt í félags- Jifinu, er framtið félaganna tryggð. Ekkert félagið á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.