Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1962, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1962, Blaðsíða 6
Og enn er ungmennafélagshreyfingin að verki sem betur fer. Nú er hún svo voldug, að hún heldur landsmót við mikinn húsakost og leik- vanga í sama hreppnum og litla, laxdælska ungmennafélagið varð fyrir 100 árum að gera sér að góðu beitarhús til fundar- halda. Og nú er hægt undir venjulegum kring- umstæðum að komast til móts sem þessa á einum degi úr öllum landshlutum. Það ferðalag tekur litlu lengri tíma en ferð í nágrannasveit fyrr á tíðum. Lofum hamingjuna fyrir framfarirnar og leggjum okkur fram til að spinna gæfu- þráð úr efni þeirra. Skyldi nú, þegar liér er komið, íslandi vera minni þörf á ungmennafélagshreyf- ingunni en fyrrum ? Ég spyr, en svara sam- stundis ákveðið neitandi. Nú þarfnast Island áreiðanlega anda og starfsemi ungmennafélaganna, jafnvel fremur en nokkru sinni áður, — við að spinna gæfuþráð sinn. Hvers vegna? Ég skal nefna nokkur at- riði þessari staðhæfingu til sönnunar: Yfir heiminn er skollin atómöld. Henni fylgir mikill tæknimáttur, en jafnframt mikill hugarkuldi og minnkandi ræktun þeirra vitsmuna, sem við brjóstið eru kenndir. Maðurinn er lífi gædd vitsmunavera — í því er gildi hans fólgið og hæfileiki til að njóta tilverunnar. Hann þarf að gæta þess, að láta ekki hin dauðu öfl tækninnar eyðileggja að meira eða minna leyti lífið í sér sem manni og ræktun þess. Æskunni veitir sannarlega ekki af hug- Goðafoss sjónafélagsskap til mótvægis vélrænunni. Áhrif tækninnar og þjónustusemi henn- ar þarf að göfga með hugsjónastarfi. Islenzk þjóðrækni er í mikilli hættu. Einangrun íslands er að mestu leyti horf- in staðreynd. Hún var oft bagaleg, — en hún hafði þann kost að vera okkar fá- mennu þjóð nokkur sjáifstæðisvörn. Þjóðrækni ungmennafélaganna hefur vaxandi hlutverki að gegna við að vinna að því, að íslendingar haldi hópinn í þeirra orða víðtækustu og beztu merkingu, — og týni sér ekki í þjóðahafið. Islenzk tunga þarfnast umhyggju, ef lindir hennar eiga ekki að blandast annar- legu aðrennsli og gruggast af aðfoki frá öðrum tungumálum. Tungan speglar og geymir lífssannindi þau, er þjóðin hefur tileinkað sér á göngu sinni gegnum liðnar aldir. Hún er einn allra þýðingarmesti arfur fyrir þjóðernið. Æskan tekur jafnan við þeim arfi — oghún er réttur aðili til að hafa samtök um að 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.