Skinfaxi - 01.11.1962, Page 7
Þingeyingar glíma í Vaglaskógi
vernda hann. Geri hún það, — gera hinir
eldri það.
Vélvæðingin léttir erfiði af fólkinu.
Vinnudagurinn styttist og tómstundum
fjölgar. Þjóðin þarf að læra að hagnýta
vel tómstundirnar, — „verja tíma og
kröftum rétt“.
Þetta er vaxandi viðfangsefni.
Iþróttirnar eru ágætar fyrir æskuna til
að koma í staðinn fyrir áreynslu vinnunn-
ar. Starfsemi ungmennafélaganna í því
sr.mbandi er ómetanleg, og ennþá brýnni
en hún áður var.
Þetta mikla íþróttamót er glæsilegur
vottur um íþróttastarfsemina, ekki sízt
þegar líka er á það litið, að á bak við í-
þróttafólkið, sem hér hefur komið fram,
stendur væntanlega heima fyrir mikið fjöl-
nrenni, sem er vel íþróttum búið.
Starfsíþróttirnar, sem má telja að fyrir
stuttu séu komnar til sögunnar, eru merki-
legur þáttur fyrir ungmennafélögin. Það
er ekki lítilsvert að gera iðjuna að leik og
viðurkenndri íþrótt'.
Samkomumenningu þjóðarinnar er mjög
ábótavant við núverandi aðstæður. Þar eru
ungmennafélögin réttur aðili til siðbóta.
Þar eiga þau að láta til sín taka.
Svona mætti lengi halda áfram að telja
upp verkefni, sem ungmennafélagshreyf-
ingin hefur í dag, — verkefni, sem gera
hana ómetanlega mikilsverða fyrir Island.
Æska landsins er á hverjum tíma dýr-
asta von þess.
Æskan á óeydd tækifæri sín, en ekki
hinir eldri. Hún á leikinn.
Þetta eru hin miklu forréttindi hennar.
Þið, sem eruð ung, þurfið í öllum bæn-
um að gera ykkur grein fyrir því, hve
þetta eru dásamleg og dýrmæt forréttindi
og hve Island væntir mikils af ykkur.
Þið, sem nú eruð ung, eigið gott vegna
liinna miklu framfara, sem orðnar eru nú
þegar og standa til boða, þótt atómöldin
skapi líka vandamál, sem ekki voru áður.
Tækifæri þau, er tilveran býður ungu
fóllci í dag, eru miklu meiri og fjölbreytt-
ari en nokkru sinni fyrr.
Óskar Wilde — hinn mikli líkingasnill-
ingur — sagði, að æskan væri öfundsverð-
ust af því, að henni féllu jafnan í skaut
„nýnæmi tilverunnar".
Fullyrða má, að einmitt „nýnæmi tilver-
unnar“ — þ. e. hið áður óþekkta — hafi
aldrei verið meiri og margvíslegri og girni-
legri til fróðleiks og ávinnings en nú. Æsk-
an því aldrei í raun og veru öfundsverðari.
Ég óska ykkur af heilum huga, ungu
konur og ungu menn, til hamingju með öll
hin miklu „nýnæmi tilverunnar“, sem ykk-
ur bjóðast,
skinfaxi
7