Skinfaxi - 01.11.1962, Qupperneq 23
merkilegt og mikilfenglegt sem það er,
hefur tilverurétt, nema stefna þess sé að
draga úr þjáningunni. Hitt er alltaf undir
hælinn lagt í vorum heimi, hvernig til
tekst.
En þó að sagan sé hér með sögð, myndi
það sennilega vera talið til undanbragða,
ef ég léti hér staðar numið, og skal ég því
auka svolitlu við:
Iiéraðssamband ungmennafélaga í Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu var stofnað
24. sept. 1922, í samkomuhúsinu að Fá-
skrúðarbakka í Miklaholtshreppi og er því
lítið eitt komið á fyrsta árið yfir fertugt.
Tildrög stofnunarinnar voru þau, að fjórð-
ungssamböndin voru lögð niður um eða
eftir 1920, að ég ætla. Og á síðasta fjórð-
Ungsþingi Vestfirðingafjórðungs voru
gerðar ráðstafanir til að stofnuð væru hér-
aðasambönd, þar sem þau voru ekki til
staðar, og ég held, að það hafi verið það
fjórðungsþing, sem skipaði þrjá menn hér
í héraði vorið 1922 til að undirbúa og vinna
að stofnun héraðssambands, er næði yfir
Snæfellsness- og Hnappadalssýslur. Þessir
þn'r menn voru: Guðmundur Illugason, þá
1 Yztu-Görðum, Sveinbjörn Jónsson,
Snorrastöðum, og Bragi Jónsson, þá í Hof-
görðum. Þeir komu saman um sumarið á
skemmtun að Fáskrúðarbakka. Ungmenna-
félagið Dagsbrún í Miklaholtshreppi hafði
þá um nokkurt skeið haldið eina skemmt-
lln á sumri hverju. Ekki laugardagskvölds
ball eins og nú er tíðast, heldur kom fólk-
saman á hásunnudaginn í blessaðri birt-
unni og sólskininu, og öllum dansi xar lok-
áður en sól var af lofti. Á einni slíkri
skemmtun komu þremenningarnir saman,
°g fundarstaðurinn var móarnir í brekk-
Unni ofan við gamla samkomuhúsið á Fá-
skrúðarbakka, og skrifborðið hnéð á Guð-
mundi Ulugasyni. Þarna gerðu þeir áætlun
um stofnun héraðssambandsins og sömdu
frumdrög að lögum og reglum. Um réttirn-
ar ferðaðist svo Stefán Jónsson skólastjóri
í Stykkishólmi, nú námsstjóri, eitthvað
um hér sunnanfjalls og ræddi við ung-
mennafélaga um málið. Og 24. sept. 1922
komu saman að Fáskrúðarbakka fulltrúar
frá ungmennafélögunum:
Eldborg í Kolbeinsstaðahreppi,
Dagsbrún 1 Miklaholtshreppi og
Staðarsveitar í Staðarsveit.
Fleiri ungmennafélög held ég að hafi þá
ekki verið til hér á Snæfellsnesi.
Á þessum fundi var héraðssamband
ungmennafélaga í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu formlega stofnað og kos-
in stjórn. Og í stjórnina voru valdir sömu
menn og áður skipuðu undirbúningsnefnd-
ina: Guðm. Illugason formaður, Svein-
björn Jónsson ritari og Bragi Jónsson
gjaldkeri.
Það ræður að líkum, að svona fámennt
samband fátækra félaga gat ekki haft
mikil umsvif eða fjárfrekar framkvæmdir
með höndum. Fyrsta árgjald til sambands-
ins var 15 aurar af hverjum félaga, hækk-
aði í 50 aura næstu tíu ár, en lækkaði aft-
ur í 25 aura og var svo um nokkurt skeið.
Yfirleitt hefur sambandið aldrei seilzt
djúpt ofan í vasa félaga sinna.
Þó að litlir væru fjármunirnir, var sam-
bandið þó að reyna að sýna lit á fram-
kvæmd þeirra mála, sem það áleit að æsku
lýðsfélögum stæði næst að inna af hönd-
um. Stóð meðal annars fyrir árlegm sund-
námskeiðum í Kolviðraneslaug. Hafði U.
M.F. Eldborg hafðið það starf fyrir nokkr-
um árum. Grófu félagar Eldborgar og
s<IN FAX I
23