Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1962, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.11.1962, Blaðsíða 25
um félögum sunnan og norðan fjallgarðs- ins. En þá voru risin upp ungmennafélög í flestum sveitum og kauptúnum sýslunn- ar. Á þeim fundi var endurvakið héraðs- samband ungmennafélaga í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, nú skammstafað U.S.H. Voru að vísu ekki nema 5 félög, sem stóðu að endurreisninni í byrjun, en hin komu smám saman, og að fám árum liðn- um voni öll ungmennafélög á Snæfellsnesi komin í sambandið. Daníel Ágústínusson hvarf úr héraði þetta sama ár, en hann sleppti ekki hendi sinni af liéraðssambandinu fyrir því, held- ur var sífellt reiðubúinn til aðstoðar, leið- beiningar og hvatningar, meðan endur- vakningin var — ef svo mætti að orði komast — í reifum, og þökk sé honum fyr- ir það. Með fjölgun félaga og vaxandi lífi þeirra óx héraðssambandinu fiskur um hrygg, og á landsmót U.M.F.Í. í Haukadal 1940 fóru íþróttamenn af Snæfellsnesi. Síðan hefur íþróttafólk héraðsins sótt landsmótin, ut- an einu sinni, að ég ætla, 1946 — og stund- um hlotið mikinn vinning, þó aldrei hafi sambandið unnið landsmótin. Og á héraðs- mótin undanfarin ár hefur komið sístækk- andi hópur af sæmilega æfðu íþróttafólki. Eins og ég gat um áðan hafa bindindis- og íþróttamál verið dagskráratriði á flest- um fundum sambandsins. I bindindismál- unum hefur gengið upp og ofan, því mið- ur, þó hafa leikmót og héraðsmót sam- bandsins verið nær því alveg laus við allar óeirðir sökum ölvunar, og stundum ekki séð vín á manni. Iþróttamálin hafa heldur hnikazt til réttrar áttar, og einn formannanna, Bjarni Andrésson, kenndi sjálfur víðs vegar um héraðið. En 1951 réðist Sigurður Ilelgason íþróttakennari til barnaskólans í Stykk- ishólmi. Hann var bráðlega valinn íþrótta- ráðunautur sambandsins, og síðan má telja, að afrekum og þátttöku í íþróttum hafi fleygt fram. Mátti runar ganga að því vísu, að efniviðurinn væri til hér, ekki síður en annars staðar, en Sigurði hefur tekizt með prýði að smíða úr þeim efnivið, án þess að reisa héraðssambandinu hurð- arás um öxl fjárhagslega. Héraðssambandið hefur aldrei verið ríkt, enda lélegt til skattheimtunnar, eins og áður er getið. Þó safnaðist svolítið, þeg- ar saman kom með fjölgun félaga. Héraðs- mót, sem háð hafa verið árlega síðan 1939, hafa og verið nokkur tekjulind. Drengja- mót hafa einnig verið haldin hin síðari ár, en mjög lítið hefur verið um beinar dans- skemmtanir á vegum sambandsins. Flest héraðsmótin síðan 1930 hafa byrj- að með guðsþjónustu, og hafa prestar hér- aðsins verið sambandinu mjög velviljaðir, ævinlega prédikað endurgjaldslaust, og jafnvel talið sér veitt í að fá að tala yfir unga fólkinu í leikbyrjun. Einu sinni pré- dikaði þáverandi herra biskup Sigurgeir Sigurðsson. Héraðsþing hefur aldrei fallið niður síð- an 1939. Fyrst stóð það aðeins einn dag, og greiddi sambandið kostnaðinn, en nú í nokkur ár hafa félögin séð um móttöku fulltrúa á víxl, af hinni mestu rausn. Hafa héraðsþingin síðan byrjað síðari hluta laugardags, og fulltrúar notið næsturgist- ingar í heimasveit hlutaðeigandi ung- mennafélags. Jafnan hefur fulltrúum og stundum fleiri gestum berið boðið tii skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.