Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1962, Side 27

Skinfaxi - 01.11.1962, Side 27
landi og lýð til heiðurs og sóma.“ Fyrri hluti vona þeirra hefur rætzt. Það er risið upp félag í hverri sveit, og þau félög hafa sameinazt í héraðssambandinu. 1 einni sveit — Fróðárhreppi — hefur félagið þó lagzt niður aftur vegna mannfæðar. Um síðari hlutann ber mér ekki að dæma, en ég vona, að þó heiðurinn sé máske ekki rishár, þá sé vansæmdin engin. Ég hef nú sagt sögu Héraðssambands ungmennafélaga í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu í stórum dráttum, og væri nú gaman að geta haldið áfram og sagt sögu næstu 40 ára. En: „Lítið sjáum aftur og ekki fram.“ Verður það því að bíða. Stundum getur líka verið líknin mest að sjá ekki fram. En ég er nú svo bjart- sýnn að trúa því, að það væri ekki í þessu tilfelli. Ég er þó ekki maður til að spá um framtíðina, en óskir er öllum fært að bera fram. Og að sjálfsögðu óska ég héraðs- sambadninu farnaðar í öllum þeim þjóð- þrifamálum, sem æskulýðsfélögum eru á herðar lögð og ætlað að bera fram til sig- urs. En fyrst og síðast óska ég þess, að það geti kennt æskunni að skemmta sér, kennt henni að skemmta sér á þann veg, að það verði þjóðlífinu til blessunar, en ekki gagnstætt, kennt henni að gleðjast bannig, að aldrei þurfi í framtíðinni að hverfa að því neyðarbrauði að banna ung- lingum innan 16 ára að sækja skemmtanir hins þroskaðra æskufólks. Takist það, hefur heilladís snæfellskrar ^sku leiðsöguna. Kristján Jónsson. Skokþáttur Ritstjóri: Þorsteinn Skúlason. Sennilega nýtur enginn núlifandi skák- meistari jafnmikilla vinsælda og Paul Ker- es. Heldur þar einkum tvennt til, fyrst og fremst auðvitað hin glæsilega og hug- myndaríka taflmennska hans, sem á sér vart sinn líka, þegar honum tekst bezt upp, og í öðru lagi hin glaðværa og yfirlætis- lausa framkoma hans, en Keres er hinn mesti sjentilmaður og heimsborgari. Keres hefur staðið í fremstu röð óslitið síðustu tuttugu og fimm ár eða þar um bil og er því einna elztur þeirra, er nú standa í fylkingarbroddi í liði skákgyðj unnar Caissu. 1 öllum þeim áskorendamótum, sem háð hafa verið, hefur 'hann hlotið ann- að sæti. Alltaf hefur vantað herzlumuninn til þess að hann hlyti hinn þráða sigur og þannig reyndist það einnig á síðasta áskor- endamóti, sem háð var í Willemstad á Cu- racao í Hollenzku Vestur-Indíum. Varð þetta mörgum áhangendum hans til hinna mestu vonbrigða. Annað sæti á áskorenda- móti veitir rétt til þátttöku í því næsta, og er því einnig mikilvægt sæti. En í síð- ustu mferð í Curacao tókst hinum vígreifa Efim Geller að ná Keres og deila með hon- um öðru sætinu. Þurftu þeir því að tefla til úrslita um þátttökuréttinn í næsta á- skorendamóti. Skyldu þeir tefla átta skák- ir, og yrðu þeir jafnir að þeim loknum, átti Geller að hreppa hnossið, því hann hafði hærri stigatölu út úr mótinu. Þetta einvígi hefur nú nýlega farið fram í Moskvu og lauk því með sigri Keresar 4: 3J/2- Leikar stóðu jafnir, þegar ein skák SKinfaxi 27

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.