Skinfaxi - 01.11.1962, Side 38
Skinfaxi.
Munið að greiða áskriftargjald ritsins
skilvíslega.
Skýrslur og skattar.
Það er mjög áríðandi, að ungmennafé-
lögin sendi skýrslur og skatta til héraðs-
sambandanna fyrir aprílmánaðarlok ár
hvert. Skattur til U.M.F.l. er kr. 5,00 af
hverjum félagsmanni fullra 16 ára. (Ekki
kr. 2,00 eins og misprentazt hefur á
skýrslueyðublöðin.)
Laganefnd.
1 nefnd til að endurskoða lög U.M.F.Í.
hefur sambandsstjórn kosið þessa menn:
Stefán Ólaf Jónsso, Rvík, Hafstein Þor-
valdsson, Selfossi og Guðjón Jónsson,
Reykjavík.
ÚR SKYRSLUM
HÉRAÐSSAMBANDANNA 1961
Héraðssamband Suður-Þingeyinga.
Héraðsþing var haldið á Grenivík. Hald-
ið héraðsmót í frjálsum íþróttum og þrjú
önnur frjálsíþróttamót innan héraðs og
héraðsmót í sundi. Þátttaka í landsmóti
U.M.F.l. og Norðurlandsmeistaramótum í
frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Bridge-
keppni innanhéraðs. 5 kennarar störfuðu
á vegum sambandsins misjafnlega lengi.
Kennsla fór fram í þessum greinum:
Frjálsum íþróttum, sundi knattspyrnu,
þjóðdönsum og fimleikum. Byggt var hús
við íþróttaskólann á Laugum til geymslu
og afnota á mótum. Keypt vönduð íþrótta-
áhöld og mælitæki. Dómaranámskeið var
haldið á Laugum í júní. Þátttakendur voru
12 og tóku þeir allir héraðsdómarapróf.
Starfsíþróttir voru æfðar mikið. Haldið
var unglingamót í frjálsum íþróttum.
Þátttakendur 10—15 ára. Áhugi fyrir
frjálsum íþróttum og knattleikjum er
miklu meiri en áður.
Ungmennasamband Eyjafjarðar.
Héraðsþing haldið í Árskógi 20.—21.
febr. 10 stjórnarfundir haldnir. Héraðs-
mót var haldið að Laugaborg. Mörg
skemmtiatriði. Keppt í 19 frjálsíþrótta-
greinum karla og kvenna. Nokkrir kepp-
endur tóku þátt í vormóti í frjálsum
íþróttum á Akureyri og 17. júnímóti á
sama stað. Haldið var kvenna- og drengja-
mót í frjálsum íþróttum. Sambandið tók
þátt í landsmótinu á Laugum. Sambandið
sigraði á Norðurlandsmóti í frjálsum
íþróttum og fjögurra bandalaga keppnina.
Þrír félagar tóku þátt í utanför U.M.F.l.
Haldið héraðsmót í knattspyrnu og sent
lið á knattspyrunmót Norðurlands. Sam-
bandið stóð að bændadegi í héraðinu eins
og að undanförnu. B íþróttakennarar störf-
uðu hjá sambandinu um tíma og ferðuðust
milli sambandsfélaga. — Pétur Sigurðsson
ritstj. heimsótti marga barnaskóla í hér-
aðinu og flutti erindi um bindindismál.
Héraðsstjóri sambandsins var í för með
honum. Settar voru niður 3000 trjáplöntur
að Miðhálsstöðum í Öxnadal — 30 þátt-
takendur. Haldið var námskeið í starfs-
íþróttum og keppt á bændadeginum. Hald-
in voru 2 skákmót á árinu, hraðskákmót
og hið venjulega héraðsmót. Starfsemi fé-
laganna er misjöfn. Sum starfa ágætlega.
Áhugi yngri félagsmanna virðist vaxandi.
Ungmennasamband Skagaf jarðar.
Héraðsþing haldið á Sauðárkróki 13.—
14. maí. Þessi mót voru haldin: Héraðs-
38
S K I N F A X I