Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1966, Síða 6

Skinfaxi - 01.12.1966, Síða 6
að halda skemmtanir á þessum fall- ega stað, nema banna þar um leið alla áfengisneyzlu. XIII. landsmót U.M.F.Í. — Hvað er að frétta af undirbún- ingi næsta landsmóts af hálfu UÍA? — Endurbætur á íþróttamannvirkj- um á Eiðum eru þegar hafnar. í- þróttavöllurinn hefur verið herfaður og sléttur undir umsjón Björns Magnússonar á Eiðum. Jónas Jóns- son búnaðarráðunautur er okkar ráð- gjafi í grasræktarmálum vallarins. þá verður gerður sérstakur grasvöll- ur fyrir keppni í knattspyrnu. Áform- að er að koma upp plastsundlaug fyrir sundkeppnina, eins og gert var á landsmótinu á Laugarvatni, en við höfum að því leyti erfiðari aðstöðu, að við verðum að hita upp vatnið í laugina. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi hefur veitt okkur góða að- stoð og leiðbeiningar varðandi þetta allt. Aðstæður á Eiðum verða tvímæla- laust góðar. Ungmennafélagar hafa alltaf átt góða heimkomu að Eiðastað. Þarna á UÍA lögheimili, og skóla- stjórinn er ágætur æskulýðsleiðtogi og leggur þessum málum gott lið. — Og eruð þið ekki vongóðir um að mótið takist vel undir ykkar stjórn? — Við munum nú í haust skipa nefnd til að annast undirbúning og framkvæmd landsmótsins 1 samvmnu við stjórn UMFÍ. Ég treysti því að Austfirðingar muni standa saman sem einn maður í þessu máli, og setja metnað sinn í að gera þessa þjóðhá- tíð sem bezta úr garði. Ég hefði sjálf- ur ekki treyst mér til að mæla með því að UÍA tæki að sér landsmótið, ef ég hefði ekki fundið góðan vilja og starfsþrá unga fólksins til að vinna að veigamiklum verkefnum. A Ð GEFNU TILEFNI skal það tekið fram, að við höfum ekki fjölritað frímerkin fyrir póststjórnina og heldur ekki peningaseðlana. E N FLEST ANNAÐ er hœgt að fjölrita með offset-fjölritunaraðferð okkar. Leitið tilboða í LETRI. LETUR sf. OFFSET-FJÖLRITUN Hyerfisgötu 32 - Sími 23857 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.