Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1966, Page 27

Skinfaxi - 01.12.1966, Page 27
starfsemi sinnar, sem fellur undir 1. gr. laga þessara, svo og skýrslu um leikstarfsemi á síðastliðnum vetri, og starfsáætlun næsta vetur, ef unnt er, annars strax og slík starfsáætlun hef- ur verið gerð. Ráðuneytið getur á- kveðiðí í hvaða formi skýrslur þess- ar skulu vera. 5. gr. Fjárframlög ríkisins til leikstarf- semi áhugamanna skulu ákveðin í fjárlögum árlega, og skal fjárhæðin eigi lægri vera en ein milljón króna, sem menntamálaráðuneytið síðan skiptir, að fengnum umsóknum og á- skyldum upplýsingum. Styrkir til fé- laga í A-flokki skulu nema frá 30— 100 þús krónum, en í B-flokki frá 10—30 þúsund krónum á ári. Hafi félag sýnt þrjú leikrit á síð- asta leikári, er heimilt að veita því aukastyrk. Sýni félag umfram þá leikritatölu, leikrit, sem sérlega er ætlað börnum sem getur í 1. gr., A- og B-flokki, og er fullgild sýning, skal styrkja það aukalega með allt að 30 þús. kr. Auk einnar milljón króna lág- marksfjárveitingu til leikstarfsemi á- hugamanna, skal ákveða sérstaklega í fjárlögum hverju sinni styrk til Leikfélags Reykjavíkur og Bandalags ísl. leikfélaga. 6. gr. Þegar nægilegt fé er veitt til þess í fjárlögum eða á annan hátt, skal Bandalag íslenzkra leikfélaga í sam- ráði við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur koma á fót og reka bún- inga-, leiktjalda- og leikmunasafn til afnota fyrir leikfélög landsins. Safnið hafi í þjónustu sinni leiktjaldamál- ara og búningateiknara. Þangað til safni þessu hefur verið komið á fót, skal Þjóðleikhúsið leigja leikfélögum leiktjöld, búninga o.fl., eftir því sem stjórn Þjóleikhússins telur við verða komið. Skemmdir á h:inuí leigða skulu leigutakar bæta Þjqðleikhúsinu að fullU eftir mati þess. 7. gr. Ríkisútvarpið aflar sér til flutnins leikrita hjá leikfélögunum víðs vegar um land, eftir því sem ástæða virðist ti lað dómi dagskrárstjórnar, og komi þá venjulegt gjald fyrir hið notaða efni. 8. gr. Heimilt er menntamálaráðuneyt- inu að veita styrk til opinberra leik- sýninga skólafélaga, svo sem til greiðslu hluta af kostnaði við leik- stjórn. Er hér átt við skóla, sem rekn- ir eru eða styrktir af ríkinu. 9. gr. Á móti styrkveitingum í A-flokki skulu koma a.m.k. jafnhá framlög frá hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarsjóði, en á móti styrkjum í B- og C-flokki komi a.m.k. 50% frá hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarsjóði. 10. gr. Menntamálaráðuneytið getur í reglugerð sett nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík, 15. marz 1965. Bjarni Benediktsson, Birgir Finns- son, Þórður Eyjólfsson. Gylfi Þ. Gíslason. SKINFAXI 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.