Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1968, Page 4

Skinfaxi - 01.02.1968, Page 4
Myndin er tekin, er verið var að Ijúka við að þekja íþróttavöllinn að Eiðum í fyrra. Þarna voru þaktir 10 þús. fermetrar, en á |)essum velli verður keppt í knattspyrnu. þrótt, vegna takmarksins, sem stefnt er til: — Landsmóts UMFÍ. — Það er sýnt, að margir nota tímann vel til undirbúnings. Þeim er ljóst að nota verður augnablikið, því að úr safni nægilega margra augnablika skapa þeir sér langan og notadrjúgan undirbúnings- og æfingatíma. Á þetta minnir okkur vel gamla góða máltæk- ið: „Geymdu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag.“ Hvernig eru svo horfurnar eystra? Gengur allur undirbúningur undir landsmótið vel? Þannig spyrja margir. Sýnir það vel, að áhugi fyrir að vel takizt um framkvæmd mótsins, er mikill og almennur meðal ungmenna- félaga og annarra áhugamanna. Svolítið erfitt er að svara þessum spurningum fulkomlega. Þar sem við eigum einungis grasvelli, og það nýja grasvelli, getum við ekki sagt um á- stand þeirra fyrr en gróður hefur lifn- að í vor. Þá fyrst getum við dæmt um það hvernig veturinn hefur farið hönd- um um nýgræðinginn, sem var státinn og fallegur er hann hallaði sér til hvíld- ar í haust. Annars má segja að undirbúningur sé í góðum gangi, er tekið er tillit til mjög erfiðra samgangna og slæmrar veðráttu, einkum að undanfömu. Fimleikaæfingar undir hópsýningu pilta, fer fram á Seyðisfirði, Eiðum, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði. Yfir- stjórn þessara æfinga hefur Þorvaldur Jóhannsson íþróttakennari á Seyðis- firði, en íþróttakennarar á þeim stöð- um, er ég nefndi, æfa hver sinn hóp. Frú Elín Óskarsdóttir á Eskifirði æfir ungt fólk í þjóðdönsum, eru þær æfingar enn bundnar við Eskifjörð ein- an. Og Aðalsteinn Eiríksson æfir sína ungu glímumenn undir sýningu og keppni. Þær æfingar hafa einungis far- ið fram á Reyðarfirði, en ef til vill bæt- ast fleiri í hópinn. Nokkur vafi virtist á því að okkur tækist að uppfylla þá ósk að koma upp sögulegri leiksýningu. Óviðráðanlegar orsakir hindruðu, að ágætur maður, sem ætlaði að semja handrit að þeirri sýningu, gæti leyst það af hendi. Varð því að leita t.il annarra en tími orðinn naumur. Virtist um hríð, að hér kynn- 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.