Skinfaxi - 01.02.1968, Qupperneq 9
Frá starfi
ungmeima-
félaganna
I Ungmennasambandi
N orður-Þingeyinga
hefur höfuðáherzla verið lögð á unglingastarf-
ið síðastliðin ár. Sl. sumar var haldið ung-
lingamót í frjálsum íþróttum með ágætri þátt-
töku og athyglisverðum árangri. 17 unglingar
kepptu svo sem gestir á unglingamóti HSÞ á
Laugum í ágústmánuði. Var sú ferð eins-
konar verðlaunaferð fyrir þá, sem beztum
árangri höfðu náð, og greiddi UNÞ kostnað-
inn.
Sambandssvæði UNÞ er strjálbýlt og fá-
mennt og samgöngur oft stirðar. Er því að
mörgu leyti örðugt um félagastarfsemi, en
áhugi virðist samt fara vaxandi, einkum með-
al hinina yngstu, og er það vissulega mjög
ánægjulegt. T.d. má geta þess, að Ungmenna-
félag Núpsveitunga var endurlífgað sl. sum-
ar af kornungu fólki í sveitinni, og er elzti
maðurinn í stjórn félagsins aðeins 16 ára
gamall. Og hér var ekki látið sitja við orðin
tóm, því félagið bar sigur úr býtum á Ung-
lingamóti UNÞ. Formaður er Sigurður Hall-
dórsson, Valþjófsstöðum, aðeins 15 ára gam-
all og meðal efnilegustu íþróttamanna í sín-
um aldursflokki.
í UNÞ eru 6 ungmennafélög: Umf. Leifur
heppni, Kelduhverfi; Umf. Fjöllunga, Hóls-
fjöllum; Umf. Axfirðinga, Axarfirði; Umf.
Núpsveitunga, Núpasveit; Umf. Neisti, Sléttu
og Umf. Afturelding, Þistilfirði. Formaður
UNÞ er Brynjar Halldórsson.
Hvað gerist í félagsheimilunum?
í ,,Skarphéðins“-þætti blaðsins Þjóðólfs birt-
ist nýlega grein eftir ritstjóra þáttarins,
Arnór Karlsson um starfsemina í tveim fé-
lagsheimilum á sambandssvæði Skarphéð-
ings. Þessi grein og þær upplýsingar, sem hún
veitir, eiga erindi til allra, og þess vegna
tökum við okkur það bessaleyfi að birta grein
ina.
„Eg hef að þessu sinni fengið til birtingar
yfirlitsskýrslur yfir starfsemina í tveimur fé-
lagsheimilum á sl. ári. Mikið af þessu starfi
fer að vísu fram á vegum annarra aðila en
ungmennafélaganna, en frumkvæðið að
byggingu húsanna mun þó yfirleitt frá ung-
mennafélögunum, og mikill hluti af starfsem-
inni er einmitt til orðinn vegna tilvistar fé-
lagsheimilanna.
Nokkuð hefur borið á því á síðari árum
að fólk hefur gert sér ranga hugmynd um
starfsemina í félagsheimilunum. Víða hefur
komið fram, að margir telja opinbera dans-
leiki veigamesta þáttinn í þeirri starfsemi,
sem þar fer fram. Stafar það væntanlega
bæði af því, að þessar samkomur eru aug-
lýstar í útvarpi, og einnig, að þær sækir fólk
úr fjarlægum byggðarlögum. Margt hefur
verið rætt og ritað um þessa starfsemi og
ekki allt af miklum kunnugleika. Vissulega
má margt betur fara á þessum samkomum,
enda er stöðugt unnið að umbótum á þessu
sviði. Væntanlega verður þess þó langt að
bíða, að öllum falli þessar samkomur að öllu
leyti í geð. Mun svo um flest, sem breytist svo
mjög I samræmi við tíðaranda og tízku, eins
og dansskemmtanir unga fólksins gera. Allir,
sem til þekkja, vita hve mikils virði þessi hús
SKINFAXI
9