Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 3
BJÖRN MAGNÚSSON, Eiðum, formaður landsmótsnefndar: Vonum að sól og hlýja verndi landsmótið Góðir ungmennafélagar. I grein, sem ég skrifaði í 1. tölublað Skinfaxa á þessu ári um undirbúning 13. landsmóts UMFÍ að Eiðum í sumar, lagði ég áherzlu á, að við treystum á gott vor. Það var okkur nauðsynlegt vegna þess, að við höfum einungis grasvelli til keppni. Þessi von brást al- gjörlega. Þess í stað fengum við eitt kaldasta vor, sem komið hefur um langan tíma. Enda þótt vellirnir virtust koma vel Undan löngum og köldum vetri í byrj- Un maí, þoldu þeir ekki harðindin, sem dundu yfir fyrri hluta maí. Þegar brá «1 skárra veðurs eftir þessi harðindi, kom í ljós, að gróðurinn í frjálsíþrótta- vellinum var dauðkalinn, svo að þar kemur ekki stingandi strá upp á þessu sumri. Hinir vellirnir fóru heldur ekki var- l>luta af kalinu, en þar er það þó mun Uiinna. Við þessu er lítið eða ekkert Bægt að gera með svo skömmum fyrir- vara, sem við höfum fram til lands- Uióts. Hér er um að ræða plágu, sem við skinfaxi höfum engin ráð við á skömmum tíma. Að vísu sáðum við í verstu skellurnar, en það bregður mjög til beggja vona, að sú aðgerð verði til nokkurs, þar sem vorkuldarnir herja á okkur enn af miskunnarleysi. Um sólstöðurnar voru fjöllin hér um hverfis klædd nýsnævi, sums staðar allt niður í byggð og snjóaði raunar um allt Úthérað, þótt ekki festi snjó að ráði, og frostið fór niður í 5 stig. Vegna sýnilegra stórskemmda á völlunum og erfiðs árferðis á allan máta, runnu á okkur, sem að þessum undirbúningi stöndum, tvær grímur. Ymsar spurningar leituðu á hugann. Er mögulegt að efna til stórrar keppni við þær aðstæður, sem við höfum upp á að bjóða? I öðru lagi: Er það ekki meira félagslegt tjón að hætta við mót- ið, en að halda það eins og ekkert hefði í skorist við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru? I þriðja lagi: Erum við ekki að svíkja unga fólkið sem hef- ur þjálfað sig og undirbúið af kappi með þetta mót fyrir augum?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.