Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 13
Húnavakan hefur nú verið haldin í 20 ár. Sú fyrsta var árið 1948, og síðan hefur hún verið haldin árlega nema eitt ár, þegar skemmtanabann var. I 8 ár hefur Ungmennasamb. Aust- ur-Húnvetninga gefið út myndarlegt ársrit, sem ber nafnið „Húnavaka“. Ritið er hátt á annað hundrað blaðsíð- ur og vandað að öllum frágangi. I því er fjölbreytilegt efni, bæði í lausu máli og bundnu. Þar eru sögulegar frásagnir og þjóðlegur fróðleikur, smásögur, kvæði og stökur og fré.tir úr héraðinu. ,,Húnavaka“ er bæði skemmtilegt og fróðlegt heimildarrit fyrir héraðið, og það er mikið og gott átak að koma því út árlega, svo vel sem það er úr garði gert. Ritstjórn hefur annazt frá upp- hafi Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli. Ársþing USAH var haldið á Blöndu- ósi 8. júní sl. Skýrslu stjórnarinnar var dreift fjölritaðri til þingfulltrúa svo og afrekskrá í frjálsum íþróttum. I skýrsl unni er rakið starf sambandsins 1967, m. a. í sambandi við Húnavökuna o. fl. Iþróttastarf hefur verið talsvert, bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Jón Ingi Ingvarsson þjálfaði knatt- spyrnulið USAH, sem náði góðum ár- angri í forkeppni 13. landsmóts UMFÍ. USAH sá um þriggja héraða keppni í frjálsum íþróttum milli Austur- Hún- vetninga, Vestur-Húnvetninga og Skag firðinga. UMSS vann með 178% stig, USAH hlaut 1121/2 stig og USVH 92 stig. Að venju var haldið frjálsíþrótta- mót 17. júní og var þá einnig keppt í knattspyrnu. Héraðsmótið var 14. — 16. júlí, en þátttaka var með lakara móti. Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps vann kvenna-keppnina, en Umf. Fram, Skagaströnd vann karlakeppnina. Niðurstöðutölur á rekstrarreikningi fyrir 1967 voru kr. 176.0556.- og á efna hagsreikningi 418.179.-. I stjórn USAH eru nú: Kristófer Kristjánsson, Köldukinn, formaður, Ari H. Einarsson, Blönduósi, Jón Ingi Ingvarsson, Skagaströnd, Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli og Valur Snorra son, Blönduósi. Formaður íþróttanefnd ar er Stefán Hafsteinsson, Gunnsteins- stöðum. Ungmennasamband Skagafjarðar Ungmennasamband Skagafjarðar hélt 49. ársþing sitt í félagsheimilinu Mið- garði, Varmahlíð, 28. apríl sl. For- maður UMSS, Guðjón Ingimundarson, Guðmundur Guðmundsson „íþróttamaður arsins“ í Skagafirði flutti starfsskýrslu stjórnarinnar, og var henni dreift fjölritaðri meðal fund- armanna. Starfsemi var góð og fjöl- breytt á árinu 1967, fyrst og fremst á íþróttasviðinu. Knattspyrnulið sam- bandsins vann rétt til þátttöku í úr- slitakeppninni á landsmótinu í sumar og sömuleiðis kvennalið sambandsins í handknattleik. Áhugi er líka mikill fyrir körfuknattleik, og náðu körfu- SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.