Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 10
Spurningakeppni Spurningakeppni HSK lauk laugardag- inn 20. apríl sl., er lið Umf. Eyfellings vann lið Umf. Biskupstungna að Flúð- um. Sigurvegararnir fá að verðlaunum ferð á landsmótið að Eiðum, en aðrir keppendur í spurningakeppninni fengu bækur, sem Almenna bókafélagið gaf til keppninnar. Nærri mun láta að 3300 manns hafi komið á samkomur þessar í báðum sýsl unum og hefur sambandið haft af þessu talsverðar tekjur enda mun ekki af veita þegar sambandið hefur í jafn mörg horn að líta og nú er, — lands- mótið verður kostnaðarsamt og inn- rétting húss HSK á Selfossi hlýtur að kosta mikið fé. Spurningakeppni þessi hefur þótt takast mjög vel og virðist almenningur hafa skemmt sér með ágætum, enda hefur verið talsvert vandað til dag- skráa á samkomunum. Alls voru haldnar 10 samkomur. 4 í Rangárvallasýslu og 6 í Árnessýslu. Tvær íþróttastjörnum, Þuríður Jónsdóttir HSK og Haukur Ingibergsson HSÞ vöktu at- hygli fyrir góðan þjóðlagasöng. Samkomur þessar voru með miklu meningarsniði. Þar var flutt margs- konar skemmtiefni: Kórsöngur og kvartettar, leikþættir. Þá má nefna að Sveit Umf. Eyfell- ings, sem sigraði, frá vinstri: Sveinbjörn Ingimundarson, Yzta Bæli, Jón Einarsson, Skógum og Sigurður Björgvinsson, Stóru-Borg. 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.