Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 15

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 15
móts UMFÍ, sem haldið verður á Sauð árkróki 1971, en Ungmennasamband Skagafjarðar annast mótið. I stjórn UMSS voru kosnir: Guðjón Ingimundarson formaður, Stefán B. Pedersen, Stefán Guðmundson, Helgi Rafn Traustason og Árni M. Jónsson. Héraðssamband Suður-Þingeyinga 55. ársþing Héraðssambands Suður- Þingeyinga var haldin 16. júní 1968 í fé lagsheimilinu í Köldukinn í boði umf. Gaman og alvara. Mættir voru fulltrú- ar frá öllum sambandsfélögunum 11 að tölu, auk gesta sem voru: Gísli Hall- dórsson forseti ÍSÍ, Stefán Kristjáns- son formaður SKÍ, Valdimar Óskars- son stjórnarmaður UMFI, Þóroddur Jóhannsson framkvæmdarstjóri UMSE og Sveinn Jónsson formaður UMSE. Ársþingið var haldið mun seinna en venja er, og stafar það af vondu tíðar- fari í vetur og influenzu í vor. Formaður HSÞ Óskar Ágústsson setti þingið og skipaði þingforseta Sig- urð Sigurbjörnsson, Björgum og Þráin Þórisson, Skútustöðum og fundarritara Gunnlaug Tr. Gunnarsson, Kast- hvammi og Eystein Sigurðsson Arnar- vatni. Þá flutti formaður skýrslu stjórn ar sambandsins sem lögð var fyrir þingið prentuð. Ljóst var af skýrslu stjórnar að starfsemi sambandsins hafði verið mjög margþætt og um- fangsmikil. Arngrímur Geirsson gjald keri las og skýrði reikninga sambands- ins. Voru niðurstöðutölur rekstrar- reiknings um 481.000,00 kr. og rekst- ursafgangur um kr. 38.000,00. Eignir sambandsins námu um kr. 518.000,00. Stærstu gjaldaliðir eru til kennslu og þjálfunar 124.050,- kr. og þátttaka í mótum 98,344,- en stærstu tekjuliðir styrkir 100,906,00 kr. og íþróttamót og skemmtanir 185,605,00 kr. Eftir matarhlé tóku gestir þingsins til máls, en að því loknu hófust fram- söguræður um hin einstöku mál sem lágu fyrir þinginu. Kl. 6 skiluðu nefnd- ir störfum og verður nú getið helstu tillagna sem komu fram: Gunnar Kristinsson einn snjallasti íþróttamaður HSÞ Fundurinn lítur svo á að HSÞ hafi sízt minni ástæðu en önnur héraðs- sambönd til að vinna að landgræðslu- málum og samþykktir að kjósa nefnd til a ðannast framkvæmdir í því máli svo fljótt sem verða má. Ársþing HSÞ samþykkir að komið verði á spurningakeppni milli hreppsfélaga á sambandssvæði HSÞ og verði 3 mönnum falið að sjá um fram- kvæmd hennar. Aðalfundur HSÞ leggur til að leitað verði samstarfs við UMSE um fram- kvæmd fjölþrautamóta í framtíðinni. Aðalfundur HSÞ felur stjórn sam- bandsins að semja reglugerð fyrir bik- arkeppni unglingaliðs HSÞ og leggur til að mótið verði haldið 18. ágúst. Síð- SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.