Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 14

Skinfaxi - 01.08.1980, Page 14
samkomusalur, íþróttasalur, sund- laug v'cl heii á erlendan mæli- kvarða og svo ströndin í um 100 m fjarlægð. Hin hefðbundna dagskrá var í því fölgin að menn völdu sér starf’s- hóp og gátu allir fundið þar citt- hvað við sitt hæfi. Þessir hópar voru: þjóðdansar, þjóðlagasöngur, leik- list, londur og íþróttir. F,n auk þess að vinna í hópunum voru þátt- tökufélögin kynnt, rætt um áfeng- isvandamál og farið í ferðir. Farið var á Stiklastaði og horft á leikrit undir berum himni sem fjallaði tim orrustuna sem kennd er við þenn- an stað. Einnig var þarna byggða- safn skoðað og var mikil! hátíða- bragur vfir öllu. Olafur Noregs- konungur var þarna ásamt fjöl- skyldti sinrti, enda var verið að halda hátíðlegt að fyrir 9ö0 árum kristnaði Olafur Tryggvason Xor- eg. Farið var í innkaupaleiðangur til Snása og nágrennið skoðað. Okkur var kynnt daglegt líf fólks í héraðinu meö því aö fjögur og ijög- ur fóru saman inn á cinkaheimili' hluta úr degi. A kvöldin vortt að haldnar til Snásakvöldvökur þar sem starfs- hóparnir komu fram og skemmtu, eirinig var hver þjóð með sérstaka dagskrá. Auk þessa var dansað og sungiðá hverju kvöldi. L'tan dagskrár var fundið ttpp á ýmsu. Menn láu á ströndinni og sleiktu sólskinið, svömluðu í sund- lauginni eða ræddu saman á cin- h\'erskonar skandinavísku. f.f ísl- endinga vantaði orð í þessum um- ræðum var gripið til enskunnar eða annarra erlendra tungumála og ef þaö gekk ekki þá íslenskunnar L r þessu uröti stundum ansi skrýtnar setningar þar sem orð úr nokkrum tungumálum voru not- uð. En þetta virtist ekki konia aö sök þar setn flestir voru með á nót- unum hvað hinn varað fara. Aður en menn vissu af var kom- inn laugardagsmorgun 2. ágúst og vikan búin. Tíminn hafði flogið á- tram og rnargir höfðu á orði að þetta væri stysta vika í lífi þeirra og að það þyrfti að bæta fleiri dögum við hana. En upp rann kveðju- stundin og áttu menn erfitt með að kveðjast en lofuðu liver öðrum að hittast í Danmörku að ári. Svo vel skemmti fólk sér að það var stað- ráðið í að mæta á næstu ungmenn- aviku. Frá Sund var haldið til Þránd- heinis með rútu og lest þaðan lil Osló. Þar var gisl í tvær nætur (tg ýmis söfn skoðuð t.d. Kon Tíki. Ra, pólarskipið Fram og \'ige- lands garðurinn. Fiinnig var farið í verslanir og síðustu norsku krón- unum eytt. Mánudaginn 4. ágúst var haldið heim og var þá þessari ferð lokið. Næsta ungmennavika verður í Danmörku í bænum Tisted á Jót- landi. Það er því tilvalið fyrir fólk á aldrinttm 15 til 25 ára að skella sér ef það hefur áhuga á að skemmta sér, kynnast landi og þjóð og jafn- öldrum frá hinum Norðurlöndun- um. Nánari upplýsingar um þessá viktt munu birtast í Skinfaxa næsta vor. Sieinþór Fréttir frá Umf. Borg Borgarfrrði Starfsemi félagsins hefur ein- kennst af því hve treglega hefur gengið að fa fbreldra og aðra full- orðna t.il starfa undanfarin ár. Þó hefur félagið staðið fyrir nokkr- um skemmtunum og jafnan verið ókevpis aðgangur. Hefur þátttaka vcrið góð en við undirbúning hcfur um of reynt á sama fólkið aftur og aftur. \ göngudegi fjölskyldunnar 14. júní var þátttaka góð eða 54 manns og fór gangan vel Iram og voru menn almennt ánægðir með þetta frumkvæði LJMFÍ. Jónsmessuhátíð var haldin hér í fyrsta sinn 23. júní og bundu for- ráðamenn félagsins þær vonir við hátíðina, að aukast mundi félaga- talan. Sú var raunin; frá einum bæ þar sem enginn félagi var fyrir, kom einn fulltrúi í félagið, 10 ára tclpa. Meiri varð aukingin ekki. Þó haíði verið dreift bréfi um hrepp- inn þar sem mönnum var kyntit í grófum dráttum starfssvið félags- ins. Ekki er þó svo að sjá sem starf lélagsins sé illa séð en sú meinloka virðist hrjá íbúa hreppsins aðaðrir eigi að sjá um hlutina en ekki þeir sjálfir. Má segja að dæmigert fyrir þennan hugsunarhátt, svar sem cin móðir gaf mér er ég spurði hvort hún vildi ekki ganga í félag- ið, en svarið var á þessa lcið: ,Eg ætlaði að láta börnin ganga í félag- ið þegar þau yrðu nógu stór.” Það \ irðist gleymast að það þarf að að- stoða 7 ára börn í félagsstarfi og það þurfa fullorðnir að gera. Gam- alt máltæki segir: „Eggið getur ei kennt hænunni,” en til þess virðist ætlast hér. Af öðrum föstum þáttum í starfi félagsins má nefna hestaferð í júlí- —ágúst, fjölskylduskemmtun í desember að óglcymdu íþrótta- slarfinu sem að vísu er lítið sem stendur að því er \irðist vegna áhugaleysis. Látum þetta nægja að sinni héð- an úr Borgarfiröinum. Meðfélaaskve<Sju, Islancli alli. Elías Jáhannesson form. Umf. Borg. 14 SKINIAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.