Skinfaxi - 01.08.1980, Blaðsíða 27
FRÉTTABRÉF
Mörg ungmennafélög og héraðssambönd hafa hafið
útgáfu á fréttabréfum til að kynna starfsemi sína. Af
hálfu UMFI hefur einnig verið lögð áhersla á þetta og
aðildarfélögin hvött til að gefa út fréttabréf enda varla
völ á betri og ódýrari kynningu á starfseminni. Einnig
er Félagsmálaskólinn tilbúinn með námskeið í útgáfu-
starfsemi. Flest þessara fréttabréfa berast til skrifstofu
UMFÍ.
Nýverið barst okkur fréttabréf UÍA sem er 4. blað
þessa árgangs. Pað er byggt upp eins og flest hin frétta-
bréfin, á stuttum greinum um flesta þætti starfseminn-
ar. Við skulum aðeins líta í fréttabréf þeirra austan-
manna.
Rð liðinni sumorhótíð
Sumarhátíð UÍA 1980 fór íram
helgina 11.—13. júlí og heppnaðist
mjög vel. Ohætt er að segja að allar
þær vonir sem bundnar voru við
hátíðina hafi ræst og hún staðið
undir merkjum sem fjölskylduhá-
tíð cnda var þátttaka nú meiri en
áður og þegar flest var, voru a.m.k.
3500 manns á svæðinu.
Þakka verðurveðurguðunum sitt
framtak sem örugglega vó þungt á
vogarskálunum. Einnig verður að
þakka félögunum, því án þeirra
hefði engin Sumarhátíð verið. Sér-
stakar þakkir fær þó Súlan Stöðv-
arfirði Ivrir glæsilega þáttöku.
Eftir þessa Sumarhátíð hefur
hreyfingin l'engið mikinn meðvind
og þess er kralist að haldið verði
ál'ram á sömu braut. Gerum það
og reynum að gera enn betur.
Rrsþing UÍfl 1980
\ síðasta stjórnarfundi UIA var
ákveðið að ársþing UÍA 1980 verði
haldið á Borgarfirði dagana 13.—
14. september n.k.
Stjórn UÍA vonast eftir mikilli
þátttöku og ekkert félag má láta sig
vanta. Gert er ráð fyrir að þingfull-
trúar gisti og hafa Borgfirðingar
skipað sérstaka skemmtinefnd til
að sjá um skemmtun fyrir fulltrú-
ana.
Að gefnu tilefni skal stjórnar-
mönnum sérráða á það bent að
þeir hal'a allir rétt til að sitja þingið
og er mjög æskilegt að þeir geri
það.
Fró Frjolsíþróttaróði
Oldungamót í frjálsum íþrótt-
um fór fram sunnudaginn 31. ág-
úst að Eiðum kl. 14.00. Keppt var í
eftirtöldum greinum: Konur: 100
m hlaup, kringlukast og kúluvarp.
Karlar: 100 m hlaup, 800 m hlaup,
langstökk, kringlukast og kúlu-
varp.
Ef einhver hefur óskir um að
keppt verði í fleiri greinum er við-
komandi beðinn að hafa samband
við Helgu Alfreðsdóttur.
Fimmtarþraut fór einnig fram
að Eiðum sunnudaginn 31. ágúst
kl. 14.00. Skráning í bæði öldunga-
mótið og fimmtarþrautina fór l'ram
á staðnum.
€kkert ratleiksmót um
verslunarmannahelgino
Eins og kunnugt er var ákveðið
að ratleiksmót yrði haldið í Hall-
ormsstað um verslunarmanna-
helgina. Á síðasta stjórnarfundi
UIA var málið rætt og sett í nánari
athugun.
Ekkert ratleiksmót var haldið á
vegum UIA um verslunarmanna-
helgina. Ástæðurnar voru aðallega
tvær. í fyrsta lagi fékkst enginn
nógu kunnugur Hallormsstað til
að skipuleggja móttð og í öðru lagi
var framkvæmdastjórn UÍA það
tímabundin að ekki gal'st tími til að
undirbúa mótið svo gagn yrði að.
Vonandi verður hægt að bæta úr
þessu næsta ár.
Rusturlandsmót
í handknottleik
Austurlandsmót í handknatt-
leik, utanhúss hefur farið fram á
Fáskrúðsfirði. Kcppt var í fjórum
llokkum: 3. tlokk kvenna, 2. flokk
kvenna, meistarallokk kvenna og
meistaraflokk karla. Urslit urðu
þau að í 3. flokki kvenna sigraði
Umf. Þróttur Neskaupstað, í 2.
flokki kvenna sigraði Huginn, í
meistarallokki kvenna sigraði
SKINFAXI
27