Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1980, Side 28

Skinfaxi - 01.08.1980, Side 28
Þróttur og í meistaraflokki karla sigraði Leiknir. Verðlaun voru afhent í veislu sem Leiknir efndi til eftir mótið. Mótið tókst í alla staði mjög vel og eiga handknattleiksráð og Leiknir þakkir skildar fyrir umsjón mótsins. Einnig keppendur fyrir góða keppni og sérlega góða um- gengni í búningsklefum og gistiað- stöðu á meðan mótið stóð yfir. Fró KnQttspyrnuráði: Rusturlandsmót yngri ftokka Austurlandsmót yngri flokka í knattspyrnu fór fram sem hér seg- ir: 3. ílokkur laugardaginn 9. ágúst á Eskilirði. 4. og5. ílokkur sunnudaginn 10. ágúst á Reyðarfirði, A-riðill: Val- ur, Austri, Þróttur og Leiknir. A Egilsstöðum, B-riðill: Höttur, Huginn, Hrafnkell og Einherji. Urslitakeppnin í 4. og 5. flokki verður svo að Eiðum laugardaginn 30. ágúst en þann dag stendur til að gera að sérstökum knattspyrnu- degi því úrslitaleikur Bikarkeppni UIA fer einnig fram þann dag að Eiðum. Leiktími í Austurlandsmótinu var sem hér segir: I 5. flokki 2x20 mínútur. I 4. flokki 2x30 mínútur. Mótið var útsláttarkeppni. Þátt- tökutilkynningar bárust á skrif- stofú UÍA 6. ágúst, bréflega og símleiðis. Þátttökugjald var 5000 kr. fyrir hvern flokk og greiddist við mótsbyrjun. Knattspyrnuráð UÍA vonast eftir myndarlegri þátttöku og sendir öllum knattspyrnukveðjur. Kosningogetraun UÍR Búið er að fara yfir úrlausnar- seðlana í kosningagetrauninni. Heldur varð þátttakan minni en. búist var við en alls skiluðu sér 326 miðar. Sigurvegari í kosningaget- rauninni varð Orn Ólafsson Hamri og hlaut hann 130.400 kr. í verð- laun. Félogo fréttir FÉLAGA FRÉTTIR eru nýjar greinar í Fréttabréfi UÍA. í þeim er ætlunin að birta ýmsar greinar úr starfi félaganna og einnig að sýna ýmislegt frá félögunum sem gæti komiðöðrum félögum tilgóða. Forsvarsmenn félaganna eru hvattir til að skrií’a greinar með f'réttum úr starfsemi félaganna. Fyrstir á blaði hjá okkur eru Borgfirðingar. Þeir standa sem kunnugt er í miklum framkvæmd- um en þar er um að ræða íþrótta- vallagerð. Hafa þeir lagt mikla vinnu í völlinn sinn og sýnt fá- dæma dugnað. Nýlega barst okkur í hendur dreyfibréf frá stjórn UMFB sem dreyft var í hvert hús í Borgarfirði. Efnið í bréfinu er viðvíkjandi Sumarhátíð 1980 og sýnir það að Borgfirðingar hafa ekki einangrað sig við vallargerðina, heldur er félagsstarf í fullum gangi hjá þeim. Hér á eftir kemur innihald bréfsins orðrétt og skýrir það sig sjálft. Þetta er til fyrirmyndar hjá UMFB og gaman væri að öll félög innan UÍA gerðu svona dreyfibréf' fyrir hverja sumarhátíð. H O T T S T U F F VÖRUR: Fyrir íþróttahópa og í íþróttamannvirki. Til aðhlynningar á meiðslum íþróttafólks. Kœlipokar til að leggja við meiðsli. Mueller sporttape og undirlegg undir tape. Mueller hitakrem á vöðvaeymsli stuðlarað heilbrigðara íþróttafólki. Halldór Matthíasson Miklubraut 50 Símar 27207— 13062 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.