Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 6
um að reynt yrði með ákveðnu
millibili að linna sameiginlegt
verkefni er allir gætu tekið þátt í.
Skipulag og framkvæmd í sam-
böndum og félögum var undan-
tekningarlítið til mikillar fyrir-
myndar. Ollum sem að þessu
unnu skulu hér færðar þakkir,
fyrir að greiða götu okkar er
hringferðina fórum og gera hana
svo eftirminnilega.
Ritun sögu UMFÍ í 75 ár er nú í
fullum gangi. Ritsjóri verksins
Gunnari Kristjánssyni vinnst
verkið vel og mun það koma út á
næsta ári.
Félagsmálaskólinn er í fullum
gangi. Diðrik Flaraldsson sem
verið hefur skólastjóri í tvö ár lét
af störfum í haust er hann flutti á
Selfoss. Honum eru færðar þakkir
fyrir vel unnin störf. Við hefur
tekið Helgi Gunnarsson, kapps-
f'ullur að vanda og þarf ckki að
kvíða gengi skólans í hans hönd-
um.
Útgáfustjóri hefur verið ráðinn
til UMFI Ingólfur Steindórsson.
Hann sér um útgáfu Skinfaxa auk
annarra útgáfumála svo og ann-
arra tilfallandi verkefna. Starfs-
menn þjónustumiðstöðvar UMFI
eru þá orðnir 4.
Fjölgun starfsliðs og bætt
vinnuaðstaða auðveldar þjón-
ustuhlutverk við aðildarfélögin.
Það er hins vegar ljóst að húsnæði
er orðið alltof lítið. Nokkuð hefur
verið þreifað fyrir sér um kaup á
húsnæði. Við höfum talið stað-
setningu núverandi húsnæðis svo
góða að ekki hefur verið leitað
langt og þessar kannanir hafa
farið fram með nokkurri varlærni.
Þetta mál þarfþóað leysast innan
fárra ára.
Góðir lundarmenn ég vil nota
tækifærið hér til að þakka ánægju-
legt samstarf og góðar móttökurá
ferðum okkar stjórnarmanna og
starfsliðs til héraðssambandanna.
23. sambandsráðsfundur UMFÍ
er settur.
Að þessum orðum mæltum
stakk formaður upp á Páli Aðal-
steinssyni og Magndísi Alexand-
ersdóttur sem lundarstjórum og
var það staðfest. Fundarritarar
Gunnar Kristjánsson flytur
skýrslu um sögu UMFÍ.
voru þeir Bergur Torláson og
Gunnar Baldvinsson.
Sérstakir gestir fundarins voru
Torc Ostcrás formaður NSU og
Hallstein Sigurðsson varaformað-
ur nýstofnaðs landssambands
ungmennafélaga í Færeyjum og
fluttu þeir báðir ávarp og árnað-
aróskir á fundinum.
Skýrsla framkvæmdastjóra.
Framkvæmdastjóri UMFÍ,
Sigurður Geirdal, Ilutti yfirlits-
skýrslu um starf samtakanna frá
síðasta sambandsþingi. Fram
kom í skýrslu hans að starf sam-
takanna hefur verið óvenju öflugt
á þessu ári. Þar ber hæst verkefnið
„Fllum Islenskt“ sem tók mikinn
tíma starfsfólks þjónustumið-
stöðvar UMFI og einnig kostaði
verkefnið mikla vinnu við undir-
búning hjá héraðssamböndun-
um. Erlend samskipti voru snar
þáttur í staríi UMFÍ á þessu ári.
Ungmennavikan sem haldin var á
Selfossi í sumar er lang stærsta
verkefnið sem við höfum tekið að
okkur í sambandi við erlend sam-
skipti. Fjörutíu manna hópur
kom frá AAG í Danmörku í boði
UMFÍ og dvaldi hér í hálfan
mánuð í sumar. Sigurður minnt-
ist á nýjan þátt í erlendum sam-
skiptum, en það eru samskipti við
Færeyinga. Þar var stofnað lands-
samband ungmennafélaga nú í
haust. Gerður hefur verið þriggja
landa samstarfssamningur ntilli
Noregs Ungdomslag, UMFÍ og
landssambands ungmennafélaga
í Færeyjum. Þá kom Sigurður inn
á útbreiðslumál og lét þau orð
falla að ella þyrfti þau enn meir og
sagði að taka þyrfti aftur upp út-
breiðsluferðir eins og farnar hölðu
verið fyrir nokkrum árum.
Eflum íslenskt.
Finnur Ingólfsson starfsmaður
verkefnisins flutti skýrslu uin
verkefnið. I máli Finns kom frarn
að reiknað haíði verið með því af
hálfu stjórnar UMFÍ að samtök
iðnaðarins tækju það mikinn fjár-
hagslegan þátt í þessu verkefni, að
það stæði undir sér. I skýrslunni
kemur hins vegar fram að veru-
lega vantar á að endar nái saman.
I nefndinni sem framkvæmda-
stjórn UMFI skipaði til að vinna
að þcssu verkefni voru auk Finns
Ingólfssonar þeir Skúli Oddsson,
Arnar Bjarnason og Eyjólfur Árni
Raliisson. I máli Finns kom fram
að tími til undirbúnings svo viða-
mikils verkefnis heíði verið alltof
stuttur. Óskað var eftir því við
Félag íslenskra iðnrekenda að
þeir skipuðu menn í samstarls-
nefnd, sem þeir og gerðu. I sam-
starfsnefndinni voru ofanritaðir
fjórmenningar af hálfu UMFI og
6
SKINFAXI