Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1982, Page 9

Skinfaxi - 01.12.1982, Page 9
f*uríður Jóhannsdóttir. stjórnarfundi. Ingimundur Ingi- mundarson hefur verið starfs- maður sambandsins á undaníorn- um sumrum. Við höfum ekki liaft starfsmann að vetri til fyrr en nú að við réðum Ingimund fram að sambandsþingi UMSB, sem halda á í febrúar. Aðalverkefni hans á þessum tíma verður að undirbúa og sjá um útgáfu á árs- skýrslu sambandsins, geía út af- rekaskrá sambandsins og síðast en ekki síst að fara í alla skólana á sambandssvæðinu og kynna UMSB , en það látum við nú gera í tilefni af 70 ára afmæli sambands- ins. Nýverið sendum við frá okkur bréf til stjórnar kaupfélagsins og fleiri aðila, sem hyggja á byggingu stórhýsis við enda Borgarfjarðar- brúarinnar. Þar vonumst við til uð fá varanlegt húsnæði fyrir starfsemi ungmennasambands- 'ns, með allri þeirri aðstöðu sem fylgir góðu skrifstofuhúsnæði. Við höfum nú undanfarið rætt töluvert um félagsmálafræðsluna, en námskeið Félagsmálaskóla hJMFI finnast okkur nokkuð tímafrek. Við höfum því ákveðið að óska eftir því við félagsmála- skólann að fá samanþjappað efni, eí hægt er, á námskeið sem gæti tekið jafnvel eina dagstund. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sit Sambandsráðsfund, sagði Þuríð- ur, en svona fundur opnar augu manns fyrir því hvað er að gerast hjá samtökunum. Eg er mjög hrif- in af því hvað snemma er byrjað að vinna að undirbúningi fyrir næsta landsmót. Þetta er mikið starf og því fyrr sem undirbúning- urinn hefst má búast við að þeim mun betur takist til við mótshald- ið. Mér finnst hafa vel tekist til við afmælisverkefnið „Eflum Is- lenskt“. Það var vel kynnt og megum við öll vel við una. Eg tel að það hafi alveg verið þess virði, að hafa lagt í þetta nokkurt fé, sagði Þuríður að lokum. Björn Sigurbjömsson formað- ur USAH. Við samþykktum á síðasta árs- þingi að minnast 70 ára afmælis sambandsins með öflugu starfi. Hápunktur starfsins var að við tók- um að okkur að halda Meistara- mót Islands í frjálsum íþróttum 14 ára og yngri í sumar. Mótið var haldið á Blönduósi og stóð það í tvo daga. Keppendur voru um 400 talsins og starfsmannafjöldi í kring um 50 manns. Einn merkasti viðburður sum- arsins má segja að hafi verið þegar frjálsíþróttafólkinu okkar tókst að komast upp í aðra deild, en þau sigruðu í keppninni í þriðju deild sem haldin var í Vík í Mýrdal. Það hefur oft á undaníömum ár- um aðeins vantað herslumuninn að það tækist, en nú er þetta orðið að veruleika. Varðandi það sem framundan er þá er Húnavakan árlegt verk- efni hjá sambandinu. Hún verður eins og undanfarin ár í kring um Sumardaginn fyrsta. Þar erum við ávallt með mjög fjölbreytta dagskrá og í tengslum við Húna- vökuna er gefið út Húnavökurit, Bjöm Sigurbjömsson. sem gefið hefur verið út samfleytt í yfir 20 ár. Þegar ungmennasambandið varð 50 ára var gefið út sérrit á vegum Skinfaxa um 50 ára sögu sam- bandsins. A 60 ára afmæli sam- bandsins nýttum við okk ur Húna- vökuritið og skrifuðum 10 ára sögu sambandsins frá 1962 til 1972. Þetta er í ritinu sem kom út 1973. Við stefnum að því að í rit- inu sem kemur út í vetur, þá mun- um við vera með söguna frá 1972 til 1982, sein Magnús Ólafsson fyrrverandi formaður USAH rit- ar. A undaníörnum árum hafa ver- ið haldin nokkuð mörg félags- málanámskeið á sambandssvæð- inu og hefur félagsmálaffæðslan verið í nokkuð góðu lagi hjá okk- ur. Við stefnum að því að koma á félagsmálanámskeiðum í vetur og höfum nú þegar fengið ósk frá einu félagi innan sambandsins um að haldið verði námskeið. Aðspurður um Sambandsráðs- fundinn sagði Björn að tvímæla- laust fmndist sér athyglisverðust ný reglugerð fyrir 18. landsmótið, sem samþykkt var á fundinum. Mér sýnist hafa tekist að setja fyrir ákveðinn leka á reglugerðinni, SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.