Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1982, Qupperneq 13

Skinfaxi - 01.12.1982, Qupperneq 13
skinfaxi rneð allt tungutak, til þess að vtnna málstað hreyfmgarinnar brautargengi. Hér og nú vinnst ekki tími til þess að rekja þessa sögu að neinu marki, enda yrði þá í veigamikl- 11 m þáttum að rekja sögu íslensku þjóðarinnar svo samofin sem hún er sögu ungmennafélaganna í landinu. Félagsskapurinn átti þegar góðan hljómgrunn meðal allra landsmanna og málefnabaráttan hófst. Sjálfstæðisbaráttan og bar- atta ungmennafélaganna fyrir aukinni andlegri og líkamlegri menntun, vakti þjóðina af ára- luga skammdegisdrunga og svefni og leysti úr læðingi nýja trú a framtíðina og aukna athafnaþrá undir kjörorðunum. Islandi allt! Þjóðin tók að rétta úr kútnum og menn fengu trú á víðtæk rækt- unarverkefni lands og lýðs, í hönd fóru nýir tímar sem leiddu af sér otrúlega örar tækniframfarir á skömmum tíma. Allar þessar hraeringar lágu á einn eða annan hátt í gegnum margvíslega um- Qöllun ungmennafélaganna, og verulegan hlut hafa þau átt að Guðjón Ingimundarson, veislustjóri, kynnir næsta ræðumann. Ungmennafélagshreyftngin hef- ur frá fyrstu tíð verið mjög út- breidd og öflug í hinum dreifðu byggðum landsins og nú á seinni árum unnið sér sívaxandi fylgi einnig í þéttbýlinu, þannig hefur félagsbundnum ungmennafélög- um á íslandi Qölgað úr 9 þúsund í 25 þúsund á rúmum áratug, og er Ungmennafélag íslands nú ein lang fjölmennasta félagshreyfing Pálmi Gíslason formaður UMFI setur afmælishófið. framkvæmd ýmissa framfaramála fram á þennan dag. Þegar saga Ungmennafélags íslands kemur fyrir sjónir okkar von bráðar í nýrri útgáfu, kæmi mér ekki á óvart að það sannaðist að mann- ræktin á vegum ungmennafélag- anna liafi verið sá hornsteinn sem mest munaði um í þá undirstöðu sem við getum kallað hið nýja ís- land í dag. Aldamótakynslóðin svonefnda á óskipta viðingu okkar og þökk, allir sem á eftir komu litu upp til hennar og hafa jafnan sett sér það mark að verða föður- eða móður-betrungar og láta ekki fánann falla. Eftir fræga baráttu unnu ungmennafélagar sigur í fánamálinu, baráttusöngvar voru sungnir og ungt fólk með hlutverk markaði spor fram á veginn. Þessir vegir hafa ekki alltaf verið greiðfærir, fremur en nú, en úr okkar hópi hafa samt alltafkomið þjóðarleiðtogar og hæfir félags- forustumenn sem orðið hafa að axla ýmsar byrðar og taka vanda- samar ákvarðanir í nafni fjöldans og það sem ánægjulegra er alla jafnan reynst þeim vanda vaxnir.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.