Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1982, Side 15

Skinfaxi - 01.12.1982, Side 15
Formaður UMFÍ, Pálmi Gíslason, sæmir Þorstein Einarsson fyrrverandi íþrótta- fulltrúa heiðursfélagakrossi UMFI. Ein megin ástæðan í'yrir þessu þróttmikla starfi UMFÍ og aðild- arfélaga þess, er að mínu mati vel skipulagt og öfiugt útbreiðslustarf leiðtoganna sjálfra, það er stjórn- armanna UMFÍ og ágætra starfs- ntanna sem þcnað hafa samtök- unum vel og lengi og af einstakri trúmennsku við málstaðinn. Með íullri virðingu fyrir öllum starfs- mönnum samtakanna fyrr og síð- ar, líf's og liðnum, verður ekki nndan því vikist að minnast hér sérstaklega starfa Sigurðar Geir- dal, núverandi framkvæmda- stjóra UMF'Í, þar sem hann einn gnaefir upp úr þyrpingunni, í mín- um huga og ber einskonar lárvið- arsveig um hálsinn, að hætti hinna fornu sigurvegara. Sigurð- ur Geirdal hefur lifað fyrir mál- staðinn í þess orðs fyllstu merk- tngu og hann getur með stolli nokkru litið yfir farinn veg. Við sem höfum hann við hlið þökkum hvatninguna og þann hressa artd- blæ, sem einkennt hafa störf lians alla ttð. Stofnun og starfræksla Félags- málaskóla UMFI, var merkur afángi og hefur verið félagsskapn- um ómetanleg lyf'tistöng, sömu- leiðis ágæt samvinna við Æsku- lýðsráð ríkisins, og við fyrrver- andi og núverandi æskulýðsf'ulltr. um gerð námsefnis og menntun leiðbeinenda. UMFI bar á vissan hátt nokkra ábyrgð á mótun þeirrar stefnu sem ÆRR markaði sér þegar í upphafi með Æsku- lýðslögum f'rá 1970 og haf'a ýmsir forustumenn UMFI æ síðan reynst þar traustir liðsmenn, og notið til þess einróma stuðnings forustumanna annarra æskulýðs- santbanda í landinu og ráðherra menntamála. Óhætt er að full- yrða að námskeið félagsmálaskól- ans, hafa reynst hinn besti leið- togaskóli og hafa þau þannig komið almennu félagsmálastarfi að miklum notum langt út fyrir raðir ungmennafélaganna. Með tilkomu eigin húsnæðis, þjónustu- miðstöðvar UMFI í Reykjavík, var á vissan hátt brotið blað í sögu samtakanna og hef’ur þjón- usta við aðildarsamböndin og fé- lögin margf'aldast frá þeim tíma. Pað sem var okkur þó mest um vert við það mikla f'élagslega átak, var sú óyggjandi sönnun sem við féngum fyrir stuðningi alþjóðar við starfscmi UMFÍ. Afmikilli bjart- sýni og einurð, en litlum ef'num, var ráðist í þetta mikla verkefni, undir frábærri forust.u núverandi formanns UMFÍ, Pálma Gísla- sonar sem tókst að skapa hreyf- ingu um málefnið og þá sem of't áður reyndist okkur ungmennaf'é- lögum eftirleikurinn auðveldur. Enn einn bjartsýnissigur ung- mennafélaganna var í höf'n. Sá sem aldrei hættir á neitt, hann fær aldrei vinning. Sá sem ekki reynir að sá, fær aldrei neina uppskeru og í þriðja lagi góðir ungmcnnaf'é- lagar, við verðum að róa, ef' við ætlum okkur að fiska, þetta er engin speki, heldur bláköld sann- indi, sem við verðum alltaf’að haf'a í huga í hinni hörðu f'élagsmála- baráttu. Ég held að við starfandi ungmennafélagar getum í dag hvað þetta varðar því með nokkru stolti litið yfir farinn veg á 75 ára af'mæli UMFI. Ég vil líka trúa því, að íslenskt mannlíf' muni enn um ókomin ár og helst alla fram- tíð hafa nokkuð að sækja til þjóð- hollrar hreyfingar eins og UMFÍ og okkar hreyfing muni hér eftir sem hingað til geta boðið f'ram öfl- uga liðssveit hæfra félagsforustu- manna sem trúa megi f'yrir ýms- um góðum málefnum í þágu lands og þjóðar. Félagsf'orusta UMFl, og flestra aðildarfélaganna er traust í dag, og flestir undirstöðu- þættir og stofnanir samtakanna vel virkar. Fjármálin cru sem fyrr helsti fjötur um fót, en þrátt f'yrir sívaxandi þrengingar í þeim efn- um, virðist mér að ungmennafé- lögin haldi sínum hlut, sem fyrst og f'remst er að þakka sívökulu auga fclagsforustunnar fyrir nýj- um og ferskum hugmyndum til fjáröflunar. Pá megum við ekki vanmeta stuðning opinberra aðila, bæði SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.