Skinfaxi - 01.12.1982, Síða 17
nkis og sveitarfélaga, þvert á móti
lagna þeirra góðu samvinnu sem
þar ríkir og stórauknum skilningi
þessara aðila á starfsemi ung-
mennafélaganna og UMFÍ og
gildi starfs fyrir alþjóð.
Finn merkasti þáttur þessarar
samvinnu, er bygging félags-
beimila og íþróttamannvirkja um
land allt, þar sem ungmennafé-
iögin hafa víða verið aðal fram-
kæmdaaðili og forustuafl af hálfu
heimamanna. Þá hafa fulltrúar
UMFÍ í íþróttanefnd ríkisins og
stjórn Félagshcimilasjóðs áttgóða
samvinnu við aðra stjórnarmenn
°g skilað góðum verkum í höfn,
bæði í mannvirkjagerð og styrk-
veitingum til hins almenna
•þróttastarfs. Á þessum vettvangi
meðal annars liafa leiðir forustu-
manna UMFÍ og ÍSÍ legið saman
og sömuleiðis hjá íslenskum get-
taunum, og síðast en ekki síst í
eftirminnilegum útbreiðsluferð-
um til aðildarsambandanna um
land allt. Ég þori að fullyrða að
þrátt fyrir félagsbundinn metnað
íörustumanna sambandanna
hvors um sig, iiafa þessir aðilar
alltaf unnið vel saman á þessum
sviðum, hvarvetna sem hagsmun-
lr hafa legið saman, og með þess-
um aðilum hefur myndast órjúf-
anleg vinátta og kunningsskapur.
Málgagn UMFÍ, Skinfaxi hef-
ur nú komið út óslitið í 73 ár og á
þeim tíma hafa ýmsir merkir rit-
snillingar og félagsmálamenn
annast ritstjórn hans. Blaðið hef-
ur í tíð núverandi stjórnar fengið
verulega umfjöllun, sem leitt hef-
ur af sér einskonar andlitslyft-
Ingu, í anda nýrrar tækni. Við
vonum að blaðið haldi áfram að
vera gott fréttablað og baráttu-
tæki ungmennafélaganna í land-
inu.
Uóðir hátíðargestir, á þessum
merku tímamótum í sögu UMFÍ
vil ég færa öllum þeim fjölmörgu
Glatt á hjalla hjá „gömlu kempunum".
einstaklingum alúðar þakkir, sem
af ósérhlífni hafa unnið samtök-
unum ómetanlegt starf um ára-
raðir, einnig þeim sem á einn eða
annan hátt hafa átl við okkur
einhverskonar samskipti. Fram-
tíðaróskir mínar samtökunum til
handa eru margar, en þessar
helstar: Að aldrei verði slakað á
öflugu útbreiðslustarfi, áfram
verði haldið öflugri félagsmála-
fræðslu og leiðtogamenntun, út-
gáfustarfsemin verði áfram rekin
af myndarskap og þjónustumið-
stöð UMFÍ verði ávallt lifandi
vettvangur og samkomustaður
ungmennafélaga af öllu landinu.
Þá skulum við ungmennafélagar
ætíð vera minnug þess, að þrátt
fyrir forna sögulega frægð á cin-
hverjum tíma, er það framtíðin
sem skiptir höfuð máli.
Síung félagshreyfing, er sá fé-
lagsskapur sem sinnir útbreiðslu-
staríi í anda nýrra tíma, nýrrar
tækni, og hefur vakandi auga fyrir
nýjum verkefnum. Eðlileg og
fremur ör endurnýjun félagsfor-
ustunnar, er líka visst metnaðar-
mál hjá UMFÍ, sem í æ ríkari
mæli elur nú af sér forustumenn
til starfa á hinum ýmsu sviðum
þjóðlífsins. Þetta eru engin ný-
mæli, ungmennafélagshreyfmgin
hefur verið kölluð félagsmálaskóli
allra landsmanna og þeim fjöl-
brautaskóla ætlum við að halda
úti áfram með auknum styrkleika,
fjölbreyttara námi og hinum hæf-
ustu leiðbeinendum. Þjónustu-
miðstöð UMFÍ mun eðli málsins
vegna fara inn á fleiri þjónustu-
þætti við aðildarfélög sín, enda
þótt slíkt kunni að kalla á stór-
aukið liúsrými. Erlend samskipti
munu aukast á næstu árum og þá
er enn mikið ógert í Þrastaskógi.
Þessum undirstöðuþáttum öllum
mun UMFÍ örugglega sinna af
myndarskap á komandi árum og
þá þarf' heldur engu að kvíða.
Ungmennafélagshreyfingin hefur
hingað til alið af’sér bjartsýnisfólk
þess vegna mun áfram verða bjart
yfir byggðum okkar blessaða
lands.
Islandi allt.
skinfaxi
17