Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1982, Side 20

Skinfaxi - 01.12.1982, Side 20
BIKARKEPPNIN í SUNDI Bikarkeppni Sundsambands Islands var háð í nóvember s.l., bæði í 1. og 2. deild. Geysihörð keppni var á toppnum og á botn- inum í báðum deildum og hart barist um stigin. 1. deild. Keppnin í 1. deild í sundi fór íram í Sundhöll Reykjavíkur helg- ina 26.-28. nóvember. Bikar- meistari varð að þessu sinni lið IA, en það er í í'yrsta sinn sem þeir hljóta þann titil. Skagamenn fengu 203 stig, í öðru sæti varð SundfélagiðÆgir í Reykjavík með 178 stig. HSK, sem varð bikar- meistari í fyrra, varð að láta sér nægja þriðja sætið, hlaut 175 stig. Geysihörð og jöfn keppni var á milli þessara þriggja liða um fyrsta sætið og var það ekki fyrr en Tekið á í baksundi i bikarkeppninni. í síðustu greinunum, sem úrslitin réðust. í fjórða sæti var Umf. Njarðvíkur hlaut 59 stig og í fimmta og neðsta sæti urðu Vest- mannaeyingar með 32 stigog falla þeir í 2. deild. Sá einstaklingur sem mesta athygli vakti ámótinu, var Tryggvi Helgason HSK. Hann setti fjögur Islandsmet í bringusundi og er það vel að verki verið, því þarna var einungis keppt um stig, en minna lagt upp úr því að fá góðan tíma. Tryggvi kom á mótið frá Sví- þjóð, þar sem hann stundar nám og sundæfingar. Greinilegt er að Tryggvi er í stöðugri framför og á vafalausl eftir að bæta fleiri Is- landsmetum við í vetur. 2. deild. Keppnin í 2. deild var háð hálf- Umf. Vorblóm stóð sig best Ásvaldur Guðmundsson gjaldkeri Umf. Vorblóm og varagjald- keri HVÍ, kannar traustleika trébrúarinnar ásamt ungum göngugarpi. f baksýn sést hiuti af göngufólkinu hvíla sig á göngunni. Besta hlutfallslega þátttaka sem vitað er um í Göngudegi fjölskyldunnar í sumar var hjá Umf. Vorblóm á Ingjaldssandi, en þar gengu tvöfalt fleiri cn búa á svæðinu. Safnast var saman við Ostahús, gengið í fjör- unni frá Sæbólslendingu að Langárós og uppmeð Langá meðfram árgrundum og yfir timburgöngu- brú að fornum stckk skáhalt neðan við Hrafna- skál. Þar var staðnæmst, sungið og þegnar veil- ingar frá Mjólkursamsölunni. Veður var ágætt, en nokkuð kalt. Göngustjóri var Sigurvin Guð- mundsson á Sæbóli. Alls tóku 54 þátt í göngunni eða um 200% þátttaka, miðað við íbúaíjölda. Sumir voru burt- fluttir félagar og aðrir óbeint tengdir félaginu. Yngsti þátttakandinn var 6 mánaða, en sá elsti vel á áttræðisaldri. Formaður Umf. Vorblóm, Finnbogi Kristjáns- son, kom nýverið á skrifstofu U.MFÍ og sagði okkur frá göngudeginum. IS 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.