Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 13

Skinfaxi - 01.04.1983, Side 13
Nemendur á íþróttabraut í Menntaskóla Kópavogs og Víghólaskóla heimsóttu UMFÍ 8. mars 1983. Skinfaxi ræddi stuttlega við tvo þeirra, þau Dröfn og Úlfar. Dröfn Guðbjömsdóttir. Dröfn Guðbjörnsdóttir er í Menntaskóla Kópavogs. Dröfn er 17 ára og er í íþrótta- félaginu Gerplu. Hún hefuræft fimleika síðan hún var 8 ára, en er nú að mestu leyti hætt og farin að þjálfa byrjendur hjá félaginu. Meðan hún stundaði fimleikana keppti hún á ýmsum mótum m.a. bikarmótum og Islandsmótum. Hún er Iiðtæk í flestum grein- um íþrótta og hefur keppt í flestum íþróttagreinum á skóla- mótum. Dröfn hefur mjög gaman að fara á skíði og hún er einnig í jass- ballet. Dröfn ætlar að halda áfram á Iþróttabraut og stefnir að stúdentsprófi. Hún hefur mikinn hug á að komast í Iþróttakennaraskólann að loknu stúdentsprófi og hefur ákveðið að sækja um skólavist þar. is Úlfar Óttarsson. Úlfar Óttarsson er í Víghóla- skóla í Kópavogi. Úlfar verður 16 ára í apríl. Hann er í íþróttafélagi Kópavogs og æfir þar knattspymu í 3. flokki. Hann hefur verið í ÍK frá stofnun félagsins og hefur keppt með þeim í knattspyrnu síðan og hafa þeir oft komist í úrslit í íslandsmótinu. Hann er nýgenginn í Handknattleiks- félag Kópavogs og æfir hand- knattleik með þeim. Úlfar hefur gaman af að fara á skíði. Hann hefur mikinn áhuga á að gerast félagi í Alpa klúbbnum, en þar getur hann orðið félagi 16 ára. Ulfar hefur nokkuð ómótaðar hugmyndir um framtíðina, en hefur þó áhuga á því að komast í íþrótta- kennaraskólann. /S • • Oll íþróttatæki * * A. Oskarsson Verslunarhúsinu Pverholt Mosfellssveit - Sími 66600 SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.