Skinfaxi - 01.04.1983, Page 4
Fréttir af þingum
Þing UMSK.
59. þing UMSK var haldið í
Fólkvangi á Kjalamesi þann 5.
febrúar síðastliðinn.
Þingið sátu alls um 60 manns
auk gesta sem vom Hermann
Guðmundsson framkvæmda-
stjóri ISI, Sveinn Bjömsson
forseti ISI, Sigurður Geirdal
framkvæmdastjóri UMFÍ og
Pálmi Gíslason formaður
UMFÍ.
í skýrslu stjómar kom fram að
starfið hjá UMSK hefur gengið
vel á síðastliðnu ári og fer það
ört vaxandi.
Það kom fram á þinginu að
helstu verkefni framundan hjá
sambandinu em undirbúning-
ur 18. Landsmóts UMFÍ 1984,
starfræksla sumarbúða, um-
sókn um landsmót á Varmá auk
hefðbundinnar starfsemi sam-
bandsins. Fól þingið næstu
stjóm að skipa við fyrsta tæki-
færi Landsmótsnefnd til undir-
búnings 18. Landsmótsins.
Einnig var samþykkt að ítreka
fyrri umsókn til stjómar UMFÍ
að UMSK fái að halda landsmót
að Varmá í Mosfellssveit árið
1990.
Meðal annarra samþykkta
þingsins má nefna áskomn a
stjórnvöld þess efnis að leggja
aukna áherslu á eflingu
íslenskrar framleiðslu og
kynningu á henni innan lands
sem utan, tillögu um að efna til
ráðstefnu um æskulýðs- og
íþróttamál í héraðinu, laga-
breytingar og margt fleira.
A þinginu var tekin upp sú
nýbreytni að veita sérstaka
viðurkenningu því íþróttafólki
innan sambandsins sem skarað
hefur framúr á undangengnu
starfsári. Viðurkenningin
veitist einstökum íþrótta-
mönnum eða flokki íþrótta-
manna. Að þessu sinni urðu
fyrir valinu liðsmenn meistara-
flokks kvenna úr Ungmenna-
félaginu Breiðabliki. Hlaut liðið
að launum vandaðan bikar sem
Umf. Stjaman í Garðabæ gaf
UMSK á s.l. ári í tilefni af 60 ára
afmæli sambandsins. Auk þess
hlutu stúlkurnar hver og ein
verðlaunapening sem á var
letrað afreksmaður 1982.
Einnig var aflrentur á
þinginu félagsmálaskjöldur
UMSK, nú öðru sinni, og hlaut
hann Páll Aðalsteinsson fyrr-
verandi formaður UMSK.
Skjöldurinn er gjöf frá Axel
Jónssyni fyrrv. alþingismanni
og veitist árlega fyrir vel unnin
störf að félagsmálum innan
sambandsins.
Loks vom þeir Páll Aðal-
steinsson og Gunnar Snorrason
frjálsíþróttamaður úr Umf-
Breiðabliki sæmdir starfsmerki
UMFÍ.
Kristján Sveinbjömsson formaður UMSK afhendir Rósu Á. Valdemarsdóttur fyrir-
liða kvennaliðs Breiðabliks í knattspymu, veglegan bikar fyrir framúrskarandi
árangur liðsins. Jón Ingi Ragnarsson formaður Knattspymudeildar Breiðabliks var
einnig viðstaddur afhendinguna.
4
SKINFAXI