Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1983, Blaðsíða 3
SKINFAXI 2. tbl. - 74. árg. -1983 ÁSKRIFTARVERÐ: 200 kr. árgangurinn. LAUSASÖLUVERÐ: 35 kr. eintakið. ÚTGEFANDI: Ungmennajélag Islands. RITSTJÓRI: Ingóljur A. Steindórsson. RITNEFND: Jón G. Guðbjörnsson, Hergur Torjason, Guðjón Ingimundarson. AFGREIÐSLA SKINFAXA: Skrijstoja UMFÍ Mjólnisholti 14, Reykjavík. Sími 14317. UMBROT OG FILMUGERÐ Prentþjónustan hj. SETNING OG PRENTUN: Prentsmiðjan Rún sj. MEÐAL EFNIS: bis. Fréttir af þingum .............. 4 Vidtal vid Magnús Pór Sigmundsson .................. 10 18. Landsmót UMFÍ ............. 14 SagaUMFÍ ...................... 16 Frá Félagsmálaskólanum ........ 18 Ungmennafélagið Breiöablik Islandsmeistari í innanhúss- knattspymu ................... 20 Fræðslu- og kynnisferð nemenda á íþróttabraut við Alþýðuskólann á Eiðum ...................... 23 Kveðja frá UMSK ............... 24 Minning - Póröur Jónsson, Laufahlíð .................... 25 Frásögn Hermanns Níelssonar, formanns UÍA ................. 28 Vísnaþáttur Skinfaxa .......... 30 FORSÍ ÐUM YNDIN. Nú þegar veturinn er á undanhaldi og sumarið Jramundan Jara margir að huga að jerðaiögum um hálendið. Margt er að sjá á hálendi okkar Jagra lands. Porsíðumyndin er aj/erðatöngum á Valnajökli. Bergur Torfason. Að taka afstöðu. Eitt af megin baráttumálum ungmennafélaganna í upphafi varsjálf- stæðismálið. Einhverjir telja eflaust að sjálfstæðisbaráttunni sé nú lokið og sigur í höfn og umræðu þar um því ekki þörf lengur. En er nú svo? Eg held ekki og ber tvennt til. I fyrsta lagi er baráttu fyrir frelsi þjóðar aldrei lokið. Því erfiðara er að gæta fengins fjár en afla. Því er jafn nauðsynlegt og áður að umræður um þjóðfrelsismál falli aldrei niður svo þjóðin verði ekki andvaralaus og telji fengið frelsi svo sjálfsagt og eðlilegt að því sé engin hætta búin. Þessu er nó ekki svo farið. Við þurfum ekki annað en minnast allra þeirra einstakl- inga og þjóða sem eru svo óralangt frá því að vera frjálsir í frjálsu landi. I öðru lagi, þá er nú loks að sjá fyrir endann á fjögurra áratuga starfi stjómarskrámefnda, með framlagningu fmmvarps til stjóm- skipunarlaga, sem forsætisráðherra lagði fram í þinglok. Fyrst þá er ný stjómarskrá hefur verið samþykkt af tveimur löggjafaþingum með kosningum á milli þeirra má segja að lokið verði fullkomlega að framkvæma sjáfstæðisyfirlýsingu íslendinga frá 1944. Það hafa nokkuð verið skiptar skoðanir um það innan ungmennafélaganna á síðari ámm, hvort þau ættu að taka afstöðu til ýmissa mála og framkvæmda sem þá gjaman em flokkspólitísk. Sumir telja að ungmennafélögin eigi algjörlega að vera þar utan við og sinna íþróttum og slíkum málum. Eg held að þetta sé rangt. Ungmenna- félögin hafa ætíð látið sig varða nær öll þau málefni er frjáls félaga- samtök geta haft afskipti af og beitt þar áhrifum sínum landi og þjóð til heilla. Stjómarskrá er gmndvallarlög, sem mynda eiga ramma um alla hegðun okkar, hugmyndir og siðgæðisvitund. Hún skal gmnd- völluð svo vel að henni þurfi ekki að breyta að stuttum tíma liðnum, samanber að meginhluti núverandi stjómarskrár er um 100 ára. Á það hefur nokkuð verið deilt að alþingi barði í gegn á stuttum tíma nokkra breytingu á þessum gmndvallarlögum. Það er hvað varðar kosningar til alþingis og fjölda þingmanna, án þess að þjóðin öll fengi þar tækifæri til að segja sitt álit eða um að fjalla að ráði. Slík Iagabreyting er ekki einkamál þingmanna eða flokkaforystu heldur viðkemur það hverjum einstakling. Það ríður því á miklu fyrir framtíð lands og þjóðar að sem flestir reyni að gera sér ljósa grein fyrir sinni eigin afstöðu. Sú afstaða þarf að myndast með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar allrar, sem samstæðrar heildar, sem vill og getur lifað góðu lífi af gæðum landsins samhent og einhuga. Því eiga ungmennafélagar hér verk að vinna að skapa þá samstöðu. Tökum öll afstöðu. íslandi allt. SKINFAXl 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.